fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Ætlar ekki að skilja við manninn sinn, þrátt fyrir barnaníðsefnið

Fókus
Föstudaginn 27. maí 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Duggar hefur ekki íhugað að skilja við eiginmann sinn, Josh Duggar, þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í rúmlega 12 ára fangelsi fyrir vörslu á barnaníðsefni.

Fyrir þá sem ekki kannast við Duggar fjölskylduna þá urðu þau fræg þegar raunveruleikaþættirnir 19 Kids and Counting hófu göngu sína árið 2008. Þættirnir fjölluðu um hjónin Jim og Michelle Duggar og börnin þeirra 19, en þættirnir hétu fyrst 17 Kids and Counting en breyta þurfni nafni þeirra eftir því sem bættist í hópinn.

Þættirnir fjölluðu um daglegt líf fjölskyldunnar, hverjar meðlimir eru strangtrúaðir baptistar, og snerist líf fjölskyldunnar því oft um gildi á borð við hreinleika, hógværð og guð.

Það vakti því mikla athygli þegar lögregluskýrsla frá árinu 2006 var opinberuð í fjölmiðlum þar sem kom fram að elsti sonurinn, Josh Duggar, hafi verið sakaður um kynferðisbrot þegar hann var unglingur. Hann var sagður hafa á árunum 2002-2003 kynferðislega áreitt fimm stúlkur, þar af fjórar systur sínar, með því að þukla á þeim á meðan þær sváfu. Josh var þarna 14-15 ára gamall. Í kjölfarið var framleiðslu þáttanna hætt.

Josh var svo handtekinn í fyrra fyrir vörslu barnaníðsefnis, en hann var í vikunni sakfelldur í málinu og gert að sæta rúmlega 12 ára fangelsi. Rannsóknarlögreglumaður hjá heimavarnarráði Bandaríkjanna, sagði að gögnin sem fundust á tölvu Josh hafi verið „á topp fimm listanum yfir það versta af því versta sem ég hef þurft að skoða“. Eitt myndskeiðið sem Josh hafði í sinni vörslu er sagt sýna nauðgun og pyntingu á 18 mánaða gömlu barni.

Þegar Josh var handtekinn var kona hans Anna, sem hann giftist árið 2008, ólétt af þeirra sjöunda barni. Hún hefur staðið með manni sínum í gegnum málið allt. Þó að Anna hafi ekki tjáð sig opinberlega síðan dómurinn féll hafa heimildarmenn fjölmiðla þar ytra sagt ýmislegt.

Þar á meðal er sagt að Anna hafi engin viðbrögð við dóminum og að hún líti ekki á skilnað sem möguleika.

„Sumir ættingjar hennar vilja að hún geri það en það gengur gegn öllu því sem hún trúir á.“ 

Duggar fjölskyldan er á móti skilnaði, en engu að síður hefur frænka JoshAmy Duggar King, gefið Önnu blessun sína og sagt að það sé engin skömm í því að skilja við mann sem hefur verið sakaður um áðurnefnd brot. Amy heldur því fram að Anna sé undir miklum þrýstingi frá trúarsamtökunum sem hún tilheyrir, Institute in Basic Life Principle, en samtökunum hefur verið lýst sem sérstrúasöfnuði.

„Þegar þú ert orðinn hluti af IBLP þá heilaþvo þau þig svo þú trúir öllu því sem eiginmaðurinn þinn, eða einhver sem þú virðir, segir þér,“ sagði Amy í viðtali við fjölmiðla. Hún segir að konur í söfnuðinum eigi að trúa og treysta eiginmönnum sínum sama hvað og megi helst ekki spyrja spurninga eða hugsa sjálfstætt.

Þegar dómurinn var kveðinn upp faðmaði Josh lögmann sinn og sneri sér svo við og sagði „Ég elska þig“ við Önnu á táknmáli. Anna sást halda aftur að tárunum er hún rauk í framhaldinu út úr dómsal og yfir í bíl sinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda

Tekjudagar DV – Kristján Einar ber höfuð og herðar yfir aðra áhrifavalda
Fókus
Í gær

Manstu eftir áttburamömmunni? – Deilir sjaldséðri mynd af 13 ára unglingunum

Manstu eftir áttburamömmunni? – Deilir sjaldséðri mynd af 13 ára unglingunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón

Tekjudagar DV: Þetta eru LXS-dívurnar með í laun – Ein með 72 þúsund á mánuði en önnur með yfir milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“

Auður hleypur hálfmaraþon fyrir vin sinn – „Hann fór alltof ungur og ég sakna hans mikið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað

Frönsk kona skilaði týndum farsíma Sögu Garðars eftir tveggja ára aðskilnað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum

Stúlkan sem bjargaði 300 mannslífum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu