fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Furðulegustu beiðnirnar sem OnlyFans stjörnur hafa fengið – Táneglur, klósettferðir og fótasviti

Fókus
Fimmtudaginn 19. maí 2022 20:00

Marie Madoré og Nova Jewels.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum árum síðan vissu fáir hvað OnlyFans er, en í kjölfar síaukinnar umræðu undanfarið, og vitundavakningar um erótískt efni og siðferðislegt klám (e. ethical porn), virðist OnlyFans vera á allra vörum.

Samkvæmt nýjustu tölfræði eru yfir 1,5 milljón einstaklingar sem selja efni á síðunni og yfir 170 milljón áskrifendur.

OnlyFans er miðill sem gerir notendum kleift að selja efni sitt til áskrifenda gegn mánaðarlegu gjaldi. Klámstjörnur eru vinsælar á miðlinum en einnig áhrifavaldar sem selja djarfar myndir af sér. Aðdáendur geta einnig sent notendum skilaboð og lagt fram beiðni um myndefni gegn gjaldi.

Nokkrar af vinsælum erlendum OnlyFans-stjörnum deila furðulegustu beiðnunum sem þær hafa fengið. Sumar eru einfaldlega stórskrýtnar, eins og beiðni frá karlmanni sem var tilbúinn að borga himinháa fjárhæð fyrir táneglur, og aðrar eru ansi ógeðslegar, eins og beiðnin frá manninum sem vildi horfa á konu hafa hægðir. DailyStar greinir frá.

Alexis Healy. Mynd/DailyStar

Alexis Healy

Hin breska Alexis Healy greindi nýverið frá því að aðdáandi hennar borgaði 1,6 milljón krónur fyrir táneglur hennar. Afgreiðslan var tiltölulega einföld; hún klippti táneglurnar, setti þær í umslag og sendi þær með pósti.

„Fyrst þegar hann hafði samband við mig þá hélt ég að hann væri að djóka […] Ég átti erfitt með að trúa því sem ég sá þegar hann sendi mér peninginn, ég var sífellt að uppfæra heimabankann til að vera viss um að talan væri rétt,“ sagði hún.

Carla Bellucci. Mynd/DS

Carla Bellucci

OnlyFans stjarnan, og örugglega ein umdeildasta móðir Bretlands, Carla Bellucci segist fá „ógeðslegar“ kynferðislegar beiðnir frá karlmönnum.

Hún segir að einn karlmaður hefði boðið henni rúmlega 410 þúsund krónur fyrir að kyssa fætur hennar.

„Fólk hefur boðið mér 165 þúsund krónur fyrir skítuga sokka, það er ógeðslegt en ég meina, það sem virkar fyrir þig,“ segir hún.

Carla er reglulega til umfjöllunar hjá breskum slúðurmiðlum. Hún komst á kortið þegar hún lýsti því yfir árið 2019 að hún vildi að fjórtán ára dóttir sín færi í fegrunaraðgerð. Í júlí í fyrra vakti hún enn á ný mikla athygli þegar hún byrjaði að selja kynferðislegar óléttumyndir á OnlyFans.

Sjá einnig: Hataðasta kona Bretlands selur kynferðislegar óléttumyndir á OnlyFans

Nova Jewels. Mynd/DS

Nova Jewels

Hin skoska Nova Jewels, 26 ára, hefur verið á OnlyFans í tvö ár. Hún segir að áskrifendur hennar séu með þvag hennar „á heilanum.“

„Þeir vilja horfa á mig fara á klósettið, eða pissa í sturtunni, eða þeir vilja að ég pissi í glas svo þeir geta horft á það,“ segir hún.

„Ég er með tvo fastakúnna sem vilja alltaf sjá mig pissa.“

Nova afgreiðir einnig aðrar beiðnir, sem mörgum þykir kannski furðulegar, eins og að kitla sig sjálfa eða maka sig út með matvælum að vali viðskiptavinarins.

Marie Madoré. Mynd/DS

Marie Madoré

Áhrifavaldurinn Marie Madoré deilir ekki jafn erótísku efni og stöllur sínar hér að ofan. Djarfasta efni hennar eru myndir af henni þar sem hún er ber að ofan og hefur hún lengi hamrað á því að hún mun aldrei koma til með að stunda kynlíf fyrir framan myndavél. Þrátt fyrir það fær hún einstaklega skrýtnar beiðnir.

„Sú versta, eða kannski ekki versta en sú klikkaðasta, var þegar einhver bað mig um notaðan túrtappa,“ sagði hún í hlaðvarpsþættinum Inside OnlyFans.

Bailey. Mynd/DS

Bailey

Bailey er áhrifavaldur frá Texas sem einnig selur efni á OnlyFans.

„Það furðulegasta sem ég hef verið beðin um er fótasvitinn minn, nærbuxur og prump í krukku. Þó það sé skrýtið þá geri ég það,“ segir hún.

„Ég rukka 13 þúsund krónur fyrir prump í krukku, tæplega tíu þúsund krónur fyrir nærbuxur, innifalið er mynd af mér í þeim, og um 6600 krónur fyrir fótasvita.“

Þrátt fyrir að hún sé, eins og hún lýsir sér sjálf, „mjög opin fyrir alls konar blætum“ þá hafa sumir aðdáendur hennar gengið of langt.

„Eitt það sturlaðasta sem ég hef verið beðin um var þegar einhver vildi horfa á mig kúka. Hann sendi mér myndir til að sýna hvað hann vildi,“ segir hún.

Hún segir að maðurinn hefði meira að segja sagt hvar hann vildi að myndavélin yrði staðsett. „Hann vildi að síminn væri á bak við mig,“ segir hún. „Þessi sami aðili hefur margoft ítrekað beiðnina og í hvert skipti verður hann ágengari. En ég hef alltaf neitað.“

Íslensk kona fengið svipaðar beiðnir

Í ágúst 2020 ræddi DV við íslenska konu á OnlyFans sem hafði fengið svipaðar beiðnir.

„Ég fæ mjög mikið af skrýtnum beiðnum sem fara yfir mörkin á því sem má á OnlyFans. Ég svara bara kurteislega að þetta megi ekki á síðunni. En mér finnst oft mjög gaman að fá beiðnir og get hlegið mikið yfir stellingunum sem ég er beðin um að gera,“ sagði hún.

Furðulegasta beiðnin sem hún hafði fengið var þegar hún var „beðin um að kúka á myndbandi og pissa í glas og drekka það. Ég myndi aldrei gera það,“ sagði hún og hló. „Ég svara samt öllum skilaboðum og spjalla við aðdáendur sem eru að eyða pening,“ segir hún.

Sjá einnig: Furðulegasta beiðnin sem íslensk kona hefur fengið á OnlyFans: „Ég myndi aldrei gera það“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram