Kona segist sjá eftir því að hafa fengið sér tattú á bakið því hún fær svo mikla óæskilega athygli frá karlmönnum. Hún lýsir tattúinu sem „typpasegli“ eða „dick magnet.“
Konan segir frá þessu í myndbandi hjá ástralska áhrifavaldinum Paul Sterrantino. Hann gengur um götur Sydney og spyr vegfarendur ýmissa spurninga.
Aðspurð hver stærsta eftirsjá hennar er svarar hún: „Tattúið mitt á bakinu.“
„Það er hálfgerður typpasegull. Fæ mikið af óæskilegri hegðun,“ segir hún og sýnir tattúið.
Þessi kona er ekki sú fyrsta, og alveg örugglega ekki sú síðasta, til að sjá eftir tattúi.
Hin bandaríska Bekah Milli fékk sér tattú af verndarengli á bakið. Hún var mjög sátt með tattúið þar til fólk fór að benda henni á að það liti út fyrir að konan væri að gera eitthvað frekar dónalegt.
„Þegar einhver segir að nýja tattúið þitt lítur út eins og kona að sleikja rass,“ skrifaði Bekah með myndbandi á TikTok sem fór eins og eldur í sinu um netheima.