Kim klæddist goðsagnakenndum kjól Marilyn Monroe á Met Gala í byrjun maí, sama kjól og leikkonan klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy, þáverandi forseta Bandaríkjanna, árið 1962.
Bob Mackie, 82 ára, gagnrýnir það harðlega að Kim hefði klæðst kjólnum.
„Mér fannst þetta vera stór mistök,“ sagði Bob í samtali við Entertainment Weekly.
„[Marilyn] var gyðja, klikkuð gyðja, en gyðja. Hún var stórkostleg. Enginn myndast eins og hún gerði. Og kjóllinn var gerður fyrir hana, hann var hannaður fyrir hana. Enginn annar ætti að klæðast þessum kjól.“
Það var ekki lítið mál fyrir Kim að klæðast kjólnum. Hún þurfti margsinnis að heimsækja safnið Ripley‘s Believe it or Not!, þar sem hann var geymdur, til að máta kjólinn. Það var gríðarleg öryggisgæsla í kringum kjólinn og þurfti hún að grenna sig um sjö kíló á tæpum mánuði til að passa í hann.
Hún var heldur ekki lengi í kjólnum heldur gekk hún rauða dregilinn í honum og var síðan með sérstaka skiptiaðstöðu við hinn endann þar sem hún gat skipt yfir í annan kjól.
View this post on Instagram