Hver hefur tíma til að hugsa um sveitarstjórnakosningarnar þegar Eurovision er í kvöld? Hver nennir að gera upp á milli Framsóknar og Pírata þegar maður gæti verið að ákveða hvort maður eigi að kjósa Rúmeníu eða Tékkland áfram í Eurovision í kvöld. Talandi um óheppilegar tímasetningar….
Hvað sem því líður þá getur biðinn eftir keppninni verið nánast óbærileg. Snakkið jafnvel þegar komið í skálina. Eðlan bíður tilbúin í ísskápnum og bíður þess að komast í ofninn. Krakkarnir búnir að fá það í gegn að boðið verði upp á grillaðar pylsur samhliða framhryggjasneiðunum og glimmergallinn er hreinn og pressaður.
Til að hjálpa til við að stytta biðina getið þið spreytt ykkur á STÓRA EUROVISION PRÓFINU, en blaðamaður skrifar það með hástöfum til að leggja áherslu á að það sé stórt.
Gjörið þið svo vel.
Hvenær tók Ísland fyrst þátt í Eurovision?
Hvað hét hljómsveitin sem Sigríður, Elísabet og Elín Eyþórsdætur stofnuðu árið 2011?
Hvaða ár var fyrsta Eurovision keppnin haldin?
Hvert af eftirfarandi lögum er ekki íslenskt Eurovisionlag?
Í hvaða sæti lenti Ísland í keppninni á síðasta ári ?
Árið 2015 söng María Ólafs framlag Íslands í Eurovision. Lagið hét „Lítil skref" á íslensku en hver var enskur titill lagsins?
Hvaða þjóð hefur oftast unnið Eurovision?
Hvert flutti framlag Íslands í Eurovision árið 2010?
Hvaða þjóð hefur oftast lent í neðsta sætinu í lokakeppni Eurovision?
Hversu oft hefur Ísland ekki komist áfram á undanúrslitakvöldinu?
Hversu oft hefur Ísland sent lag í Eurovision sem sungið er á íslensku?
Hver samdi lagið Með hækkandi sól?
Hvert eftirfarandi laga tók ekki þátt í forkeppni Eurovision hér á Íslandi, Söngvakeppninni?
Hvaða íslenska Eurovision-lag er á lista yfir tíu vinsælustu Eurovisionlögin á streymisveitunni Spotify?
Gísli Marteinn Baldursson er sá maður sem oftast hefur verið þulur RÚV í beinni útsendingu frá Eurovision. En hvaða ár lýsti hann keppninni fyrst?
Stóra Eurovision prófið
Hellisbúinn
Þú fylgist ekkert sérstaklega vel með Eurovisionkeppninni. En engar áhyggjur! Batnandi fólki er best að lifa. Þú þarft bara að venja þig á að leggja inn í Gleðibankann, syngja eitt lag enn, eiga líf og æfa þig að segja til hamingju Ísland. Svo er gott að muna að vera með enga fordóma því annars mun hatrið sigra.
Deildu snilli þinni!
Stóra Eurovision prófið
Eurovision djammarinn
Flott! Þú kannt greinilega að meta Eurovision og gleðina sem keppninni fylgir. Sérstaklega að koma saman með fólkinu þínu til að fylgjast með og fagna og að sjálfsögðu hendir þú í eina góða Euro-eðlu og skellir einhverju góðu á grillið.
Deildu snilli þinni!
Stóra Eurovision prófið
FÁSES-liðinn
Frábært! Eurovision-blóðið rennur um æðar þínar og eftir aðalkeppnina líða margir mánuðir áður en þér tekst að losna við allt glimmerið sem stráð var í Júró-gleðinni. Þú veist líklega að félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva kallast með öðru nafni FÁSES og ert jafnvel þegar félagsmaður.
Þú horfir meira að segja á þau undanúrslitakvöld sem Ísland er ekki að keppa á og horfir alltaf á aðalkeppnina, þó svo Ísland hafi dottið úr leik.
Deildu snilli þinni!
Stóra Eurovision prófið
Jón Óli Sandur
Fullt hús stiga! Þú hlýtur að vera sjálf Júró-goðsögnin Jon Ola Sand, sem þar til fyrir skömmu var framkvæmdastjóri keppninnar sem spilaði lykilhlutverk í að gera keppnina jafn stóra og nútímalega og hún er nú orðin.
Þú vilt sjá Eurovision-keppnina vaxa og dafna. Helst værir þú til í að Eurovision væri mun lengri keppni. Jafnvel mætti hafa Söngvakeppnina á RÚV mun lengri og umfangsmeiri.
Þú veist að það er tilgangslaust að verða sorgmæddur eftir að jólin eru búin. Því þarna í janúar er Júró-tímabilið að fara að hefjast fyrir alvöru, enda fylgist þú spennt með forkeppnunum hjá öðrum þjóðum, skoðar veðbankana reglulega og fylgist með öllum heitustu Júrómiðlunum.
Því er bara eitt við þig að segja..... GLEÐILEGA HÁTÍÐ!!!