fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Kendall Jenner höfð að háði og spotti fyrir hvernig hún sker gúrku

Fókus
Föstudaginn 13. maí 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kendall Jenner virðist ekki búa yfir miklum hæfileikum í eldhúsinu, allavega ekki þegar kemur að hnífatækni.

Á miðvikudaginn kom út nýjasti þáttur The Kardashians á Hulu. Í þættinum var Kendall í heimsókn hjá mömmu sinni, Kris Jenner, og langaði í snarl. Kris spurði hvort hún ætti að fá kokkinn til að útbúa eitthvað handa henni, en Kendall neitaði og sagðist ætla að sjá um þetta sjálf.

Hún byrjaði síðan að skera gúrku í sneiðar, á einn furðulegasta máta sem við höfum séð. Þessi áhugaverða hnífatækni hennar vakti mikla kátínu meðal netverja, svo mikla að fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá viðbrögðum áhorfenda.

„Kendall Jenner að reyna að skera gúrku er það fyndnasta sem ég hef séð alla vikuna,“ sagði annar.

„Örugglega eitt það auðveldasta sem er hægt að gera í eldhúsinu,“ bendir annar netverji á.

Grínið fór ekki framhjá raunveruleikastjörnunni sem tók þátt í því á Twitter og var sammála um að hnífatækni hennar væri „sorgleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram