Fyrirsætan Chaney Jones, 24 ára, ætlar að vera með kærastanum, rapparanum Kanye „Ye“ West, ævilangt, ef marka má nýjasta tattú hennar.
Hún birti nokkrar myndir af sér í Instagram Story í gær, en það sem vakti athygli fylgjenda var ekki klæðnaðurinn heldur úlnliður hennar.
Glöggir netverjar tóku eftir því að hún væri komin með nýtt tattú, þar sem stendur „ye“ í skrautskrift. Page Six greinir frá.
Parið hefur verið að slá sér upp síðan í febrúar, en þá var Kanye í opnu sambandi með leikkonunni Juliu Fox.
Samband þeirra vakti ekki aðeins athygli vegna þess, heldur einnig því mörgum þótti Chaney vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu Kanye.