fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Harmleikur á harmleik ofan: Búinn að missa tvo syni sína á sjö árum – „Hversu mikið þarf ein fjölskylda að ganga í gegnum?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 9. maí 2022 19:00

Nick Cave - Mynd: EPA/Olafur Steinar Gestsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að missa barnið sitt er með því sorglegasta sem getur komið fyrir fólk. Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave hefur nú í tvö skipti þurft að ganga í gegnum þá sorg.

Fyrsti harmleikurinn átti sér stað í Brighton sumarið 2015. Þá féll Arthur Cave, sem þá var aðeins 15 ára gamall, niður af bjargi en hann hafði tekið inn ofskynjunarlyfið LSD áður en hann féll. Arthur var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var síðar úrskurðaður látinn.

Nick Cave og fjölskylda hans fluttu til Miami í Bandaríkjunum í kjölfar slyssins. Í viðtali í fyrra sagði hann að Brighton hafi verið orðin „of sorgmædd“ fyrir fjölskylduna til að búa þar áfram. „Við komum þó aftur til Englands því við gerðum okkur grein fyrir því að við tókum sorgina með okkur, hvar sem við bjuggum.“

Andlát Arthus Cave veitti föður hans innblástur að plötunum Skeleton Tree and Ghosteen sem hann gaf út með hljómsveitinni sinni, Nick Cave & the Bad Seeds.

Lést tveim dögum eftir að hann losnaði úr fangelsi

Seinni harmleikurinn átti sér stað á dögunum en þá lést annar sonur Cave, Jethro Lazenby, aðeins 31 árs að aldri. Ekki er vitað hvers vegna hann lést en Nick Cave gaf út stutta yfirlýsingu vegna andlátsins í dag. „Með mikilli sorg get ég staðfest það að sonur minn, Jethro, er látinn,“ segir í yfirlýsingunni.

Jehtro hafði starfað sem fyrirsæta og leikari en undanfarnar vikur hefur hann setið í fangelsi. Í apríl á þessu ári dæmdur fyrir að ráðast á móður sína. Hann játaði að hafa ráðist á hana en lögmaður hans sagði fyrir dómi að hann þjáðist af geðklofa. Hann var sakfelldur fyrir að ráðast á hana en þó ekki af ásettu ráði.

Einungis tveir dagar voru síðan Jethro losnaði úr fangelsinu en hann hafði fengið að losna gegn tryggingu til að fara í meðferð.

Aðdáendur Nick Cave hafa rætt andlát Jethro á samfélagsmiðlum í dag. Þar votta þeir samúð sína og tala um hversu hræðilegt það sé að hann sé búinn að missa tvo syni sína. „Ég get ekki hugsað um aðra manneskju sem getur haldið í trú sína á heiminum eftir svona hræðilega atburði, þetta er svo gríðarlega sorglegt,“ segir til að mynda einn aðdáandi.

„Guð minn góður, hversu mikið þarf ein fjölskylda að ganga í gegnum? Hjartað mitt er í molum,“ segir svo annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“