Falleg og björt eign á Seltjarnarnesi var sett á sölu um helgina. Um er að ræða 166 fermetra eign með 33 fermetra þaksvölum. Húsið var byggt árið 2020 og fylgir með sérmerkt upphitað bílastæði fyrir framan húsið.
Eignin er á tveimur hæðum. Neðri hæðin skiptist í anddyri, gang, baðherbergi með sturtu, tvö rúmgóð barnaherbergi með skápum, sjónvarpshol, hjónasvítu með fataherbergi, þvottahús og geymslu. Efri hæðin skiptist í herbergi með skáp, baðherbergi með sturtu, stóru og opnu alrými með samliggjandi eldhúsi og stofu, útgengt út á 33 fermetra þaksvalir sem snúa til suðurs.
Stórglæsileg útsýnisíbúð á vinsælum og grónum stað á Seltjarnarnesinu með leik- og grunnskóla í göngufjarlægð ásamt íþróttasvæði Gróttu, World Class og sundlaug Seltjarnarness.
Óskað er eftir tilboði í eignina.
Þú getur skoðað fleiri myndir og lesið nánar um eignina á fasteignavef DV.