Leikarinn Árni Beinteinn Árnason og tónskáldið Íris Rós Ragnhildardóttir eru að skilja. Smartland greinir frá.
Þau giftust í október 2020 og ætluðu að halda upp á brúðkaupið í ágúst 2021, en þurftu að fresta því vegna kórónuveirusmits.
Bónorð Árna vakti mikla athygli, en hann fór á skeljarnar í Disney World í Orlando á Flórída og birtu þau myndband af því á samfélagsmiðlum.
Þau eiga saman einn son fæddan 2020.
Fókus óskar þeim góðs gengis.