fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Tendra bálið í Herjólfsdal á morgun

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 10. september 2021 09:53

Mynd/Gísli Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestmanneyingar þurftu að bíta í það súra epli, annað árið í röð, að geta ekki haldið Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina vegna fjöldatakmarkanna. Í ár kom það nánast ekki í ljós fyrr en á seinustu stundu að ekki væri hægt að halda hátíðina.

Það að geta ekki farið á Þjóðhátíð voru mikil vonbrigði fyrir þá gesti sem höfðu ætlað að leggja leið sína í dalinn og auðvitað fyrir Vestmanneyinga. Það að þurfa að aflýsa hátíðinni kemur sér illa fyrir ÍBV en Þjóðhátíð er stærsta tekjulind íþróttafélagsins.

Eins og frægt er orðið var brekkusöngurinn í Herjólfsdal sendur út í beinu streymi en engir áhorfendur máttu mæta í brekkuna og því þurftu Eyjamenn að dvelja heima og horfa á sönginn í sjónvarpinu.

Einn stærsti hluti hátíðarinnar er þegar kveikt er í brennunni á föstudegi. Eyjamenn vilja ekki sleppa henni og því verður bálið tendrað annað kvöld klukkan 21.

Samkvæmt gildandi sóttvarnarreglum mega 200 manns koma saman í hverju hólfi og því ættu Eyjamenn og þeir sem þangað eru komnir að geta horft á brennuna með eigin augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Í gær

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Í gær

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Fókus
Í gær

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy

Tekur upp nýtt áhugamál eftir andlát Ozzy
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri