fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Tyrkneskir fjölmiðlar loga útaf ástarsambandi Þórhalls við fræga tyrkneska fegurðardrottningu

Fókus
Föstudaginn 16. júlí 2021 09:06

Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að tyrkneskir fjölmiðlar logi útaf fregnum af ástarsambandi íslenska auglýsingaleikstjórans Þórhalls Sævarssonar og Dilan Çiçek Deniz. Turtildúfurnar voru saman í fríi í sumarleyfisparadísinni Bodrum á dögunum og hafa myndir af þeim í ástaratlotum birst í helstu fjölmiðlum landsins.

Þar á meðal í miðlinum Haber Turk, Posta og Sabah Günaydin svo einhverjir séu nefndir.

Þórhallur, sem á alþjóðlegum vettvangi gengur undir nafninu Thor Saevarsson, er farsæll auglýsingaleikstjóri sem hefur um árabil verið búsettur erlendis vegna vinnu sinnar, lengst af á Ítalíu. Hann hefur leikstýrt auglýsingum fyrir mörg stærstu vörumerki heims en í fréttum af ástarævintýrinu ytra hefur komið fram að hann hafi verið með annan fótinn í Tyrklandi vegna vegna margvíslegra verkefna undanfarið.

Deniz, sem er 26 ára gömul, hefur unnið sér það til frægðar í Tyrklandi að hampa titlinum Miss Universe Tyrkland árið 2014 og hefur síðan hefur hún átt velgengni að fagna sem fyrirsæta í auglýsingum sem og leikkona í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Dilan Çiçek Deniz

 

 

Tyrkneskir fjölmiðlar gera talsvert úr því að með því að hafa opinberað ástarsambandið við Þórhall sé ástarsambandi Deniz við landa sinn og glaumgosann Alihan Aloğlu lokið. Parið bjó saman í átta mánuði og því virðist það hafa komið fjölmiðlum ytra í opna skjöldu þegar íslenski kærastinn skaut upp kollinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát