fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Viðskiptavinirnir voru dónalegir – Svona hefndi hún sín

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. júní 2021 13:27

Samsett mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi kaffibarþjónn á Starbuck greinir frá því hvað hún var vön að gera þegar viðskiptavinir voru dónalegir við hana. Fabulous Digital greinir frá.

Konan viðurkenndi í myndbandi á TikTok að hún hefði gefið dónalegum viðskiptavinum viljandi vitlausa kaffipöntun. Eftir að hafa fengið mikla gagnrýni eyddi konan myndbandinu en fleiri fyrrverandi barþjónar hafa uppljóstrað sinni hefnd gegn ruddalegum viðskiptavinum.

TikTok-notandinn @Dolltin tók undir sama streng og sagðist hafa gert það sama, hann gaf dónalegum viðskiptavinum koffínlaust kaffi.

Hann sagðist hafa starfað fyrir Starbucks kaffihúsarkeðjuna í tvö ár og stundum skipti hann út kaffi fyrir koffínlaust kaffi „af því bara“. Hann gerði það oftast við „dónalega viðskiptavini“ og viðskiptavini sem báru fram orðið „croissant“ með frönskum hreim. Nema auðvitað ef þetta voru Frakkar.

Netverjar voru ekki parsáttir við játningar hans og margir kölluðu hann „pjattaðan“ (e. petty).

„Þetta myndi gjörsamlega eyðileggja daginn minn,“ sagði einn.

„Hvað er að ykkur kaffibarþjónunum,“ sagði annar.

„Þú ert samfélagsæxli,“ sagði sá þriðji.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“