fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Fyrirsætan birti mynd á fyrsta farrými – Svo komst upp um hana

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 4. júní 2021 19:35

Myndin sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oceane El Himer, frönsk fyrirsæta og áhrifavaldur, hefur orðið fyrir miklu aðkasti eftir færslu sem hún birti á Instagram-síðu sinni í síðustu viku. Oceane er ansi vinsæl á miðlinum en rúmlega 847 þúsund manns fylgja henni þar.

Um er að ræða mynd sem tekin var í fyrsta farrými í flugvél frá Emirates flugfélaginu. „Næsta stopp – Mónakó. Ég flýg í alla nótt,“ skrifaði hún með myndinni sem rúmlega 100 þúsund manns líkuðu við.

Stuttu seinna var þó önnur mynd birt á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem sjá mátti fyrirsætuna sitja í þröngu sæti hins almenna borgara. Oceane er á þeirri mynd í nákvæmlega sömu fötum og á myndinni sem hún birti sjálf, þessari sem tekin var í fyrsta farrými.

„Fyrirsæta afhjúpuð af öðrum farþegum eftir að hún tók myndir á fyrsta farrými, birti þær á netinu og fór svo aftur í sætið sitt á venjulega farrýminu fyrir flugtak,“ segir með myndinni sem birt var á Twitter.  „Klikkað hvað fólk gengur langar leiðir til að heilla fólk sem það þekkir ekki, fólk sem tengist þeirra lífi ekkert,“ segir svo í einni athugasemd um málið á Twitter.

Oceane hefur nú tjáð sig um málið en hún gerði það á samfélagsmiðlinum Snapchat. „Engin skömm í að ferðast á venjulegu farrými,“ segir hún. „Ég er ekki þannig týpa af stelpu sem vill sýna peninginn sinn…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín

O (Hringur) hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar

Segist hafa verið byrlað ólyfjan á hótelbar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“