fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Fasteignaveldi Gillz tútnar út – Kaupir íbúðir í gríð og erg á Ásbrú og Þorlákshöfn

Fókus
Sunnudaginn 27. júní 2021 11:00

Egill Einarsson. Í baksýn eru þeir fasteignamarkaðir sem hann hefur veðjað á - Ásbrú og Þorlákshöfn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn, fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Egill „Gillz“ Einarsson er þekktur fyrir að vera séður í tekjuöflun og ekki síður fjárfestingum. Auk verkefni í fjölmiðlum á hann og rekur fjarþjálfunarfyrirtækið Fjarþjálfun.is þar sem færri komast að en vilja að æfa undir handleiðslu vöðvatröllsins.

Fréttablaðið greindi frá því í lok árs 2019 að Egill hefði keypt tvær íbúðir á Ásbrúarsvæðinu og leigði þær út. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins á sínum tíma leysti Egill frá skjóðunni um hver galdurinn væri að byggja upp eignasafn en hann fælist í reglusemi og aðhaldi.

Það er greinilegt að þessi lífspeki er að virka vel því að fasteignaveldi Gillz heldur áfram að tútna út.

Síðan umfjöllun Fréttablaðsins birtist hefur Egill bætt við fimm íbúðum á Ásbrú í eignarsafn sitt auk þess sem hann keypti nýlega íbúð í Þorlákshöfn, heimabæ nýkrýndra Íslandsmeistara í körfubolta sem getur varla en hækkað fasteignaverð. Áætla má að verðmæti eignasafns Egils sé vel á annað hundrað milljónir króna og herma heimildir að hann sé hvergi nærri hættur fjárfestingum.

Á Egill nú þrjár íbúðir í húsi við Lindarbraut á Ásbrú, tvær við Grænásbraut og tvær til viðbótar við Vallhallarbraut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. Eignin á Þorlákshöfn er í fjölbýlishúsi við Sambyggð og því er ljóst að Egill hefur í nógu að snúast við að halda utan um öll þau 25 kílóa járn sem hann er búinn að fleygja út í eldhafið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“