fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Kolbrún Birna um hvað hafi angrað hana mest við Sölva málið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. maí 2021 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Birna H. Bachmann, laganemi og skipuleggjandi Druslugöngunnar, er nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur.

Kolbrún Birna hefur um árabil verið ötul baráttukona gegn kynbundnu ofbeldi og er mjög virk á Twitter. Hún hefur látið hátt í sér heyra á miðlinum undanfarnar vikur við góðar undirtektir netverja.

Í þættinum deilir Kolbrún Birna sinni sögu sem þolandi ofbeldis. Þær ræða einnig um Sölva málið, sem markaði upphaf seinni #MeToo-bylgjunnar hérlendis.

Edda spyr Kolbrúnu Birnu af hverju bylgjan hefði byrjað. „Fyrir mér þá byrjaði þetta í kringum þetta umtalamál í kringum 1. maí,“ segir Kolbrún og vísar í mál Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns.

„Án þess að ætla að taka neina afstöðu um neitt sem gerist þar þá fór það ótrúlega mikið í mig að einhver maður sé ásakaður um eitthvað og hann geti tekið svo sinn platform sem er rosalega stórt podcast, þetta er nánast eins og að vera með fréttatíma á Stöð 2 og segir bara: „Ég er saklaus“ og fyrirsagnir á helstu vefmiðlum eru bara: „Sölvi Tryggvason er saklaus.“ Það er ekki staðreynd. Hann segist vera saklaus. Hann kveðst vera saklaus en það er enginn búinn að dæma hann. Þú ert ekki dæmdur saklaus, þú ert sýknaður. Það fór bara rosalega í mig hvernig hann gat einhvern veginn bara stigið fram og sagt ég er saklaus og þá bara komu bara mörg þúsund manns og sögðu: Já auðvitað ertu það því þú ert svo góður. Þú ert svo myndarlegur að þú þarft ekki að nauðga.Ég bara [afsakaðu]. Minn nauðgari er frekar myndarlegur en hann gerir það samt,“ segir Kolbrún Birna.

„Mér finnst það líka mjög alvarlegt að ef það eru raunverulegar ásakanir eða mál í ferli þá er ótrúlega alvarlegt að stíga fram á undan þolandanum og segja : „Ég gerði ekkert en þolandinn er að reyna að sverta mannorð mitt.“ Þá er ótrúlega alvarlegt ef þeir taka undir það því þá erum við búin að draga undan stöðu þeirra þolanda sem stíga fram.“

Kolbrún Birna segir að það sé einnig mjög alvarlegt þegar fólk dæmir í málinu án þess að vita nokkuð um hvað hefði gerst. „Ekkert okkar var þarna og ekkert okkar veit hvað gerðist. Mér finnst það mjög alvarlegt eitt og sér,“ segir hún.

Lágt hlutfall eru ranglega sakaðir

Í þættinum ræða þær einnig um tölfræðina fyrir karlmenn sem eru ranglega sakaðir um kynferðisofbeldi.

„Mér finnst líka mjög alvarlegt þegar fólk talar um falskar minningar og falskar ásakanir því þetta eru bara um tvö prósent ásakana sem eru í alvöru falskar, tvö til átta prósent. Þetta er fáránlega lágt hlutfall og ef þú hugsar um öll málin sem eru ekki kærð þá er þetta ennþá minna hlutfall. Það er alltaf gripið í þetta þegar er verið að ræða gegn þolendum, þegar við erum alltaf eitthvað að reyna að trúa þolendum og fólk segir hvað ef þessi er að ljúga. En það eru svo ótrúlega litlar líkur á því. Það að fara í gegnum kæruferli er svo ótrúlega þreytandi og þú þarft að gera svo ótrúlega margt, þú ferð á svo marga veggi. Það er enginn að gera þetta sér til gamans,“ segir hún.

Hlustaðu á viðtalið við Kolbrúnu Birnu í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“