fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
Fókus

Leyfir starfsfólkinu að stunda sjálfsfróun á vinnutíma – „Fullkomna meðalið fyrir stressandi vinnudag“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. maí 2021 21:30

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæði klámmyndaframleiðandinn Erika Lust vill hjálpa starfsfólki sínu að losna við stressið sem fylgir vinnunni með því að leyfa þeim að stunda sjálfsfróun á vinnutíma. Erika segir að með þessu vonast hún til þess að þetta hjálpi þeim 36 starfsmönnum sem vinna fyrir hana.

Erika hefur sett upp svokallaða „sjálfsfróunarstöð“ fyrir starfsfólkið til að stunda sjálfsfróun í næði á skrifstofunni. „Starfsfólkið mitt skiptir mig máli og ég veit að þegar þeim líður vel þá vinna þau vel,“ segir Erika í samtali við The Daily Star um málið.

„Á meðan heimsfaraldurinn er búinn að vera í gangi tók ég eftir því að starfsfólkið mitt er búið að vera svolítið æst, þau voru ekki að vinna með jafn mikilli orku og venjulega.“

Erika ákvað því að taka málin í sínar eigin hendur, eða öllu heldur setti hún málin í hendur starfsfólksins. Eftir að sjálfsfróunarstöðin var reist upp vildi Erika hvetja starfsfólkið enn meira. Þá byrjaði hún átakið sjálfsfróunar-mánuður en mánuðurinn sem um ræðir er einmitt maí.

Starfsfólkið hefur tekið vel í þetta. Cal, sem er yfir samskiptum og efnisgerð hjá fyrirtækinu, tjáir sig til dæmis um málið. „Ímyndaðu þér þetta: Teymi af ánægðu starfsfólki sem er skapandi og duglegt því það fékk tíma til að láta sjálfu sér líða vel. Sjálfsfróunarpása í vinnunni getur hjálpað til með einbeitni, skap, framleiðni og samvinnu.“

Fleira starfsfólk tók í sama streng. „Þetta er fullkomna meðalið fyrir stressandi vinnudag,“ segir til dæmis einn starfsmaður. Erika vonast til þess að fleiri fyrirtæki fylgi hennar fordæmi í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona komst hún að framhjáhaldi eiginmannsins – „Þessi gella kom til dyra og ég var alveg: „Hvað í andskotanum?““

Svona komst hún að framhjáhaldi eiginmannsins – „Þessi gella kom til dyra og ég var alveg: „Hvað í andskotanum?““
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sýnir hvernig það er að búa á Suðurpólnum

Sýnir hvernig það er að búa á Suðurpólnum