fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fókus

Vildi gefast upp eftir að hafa verið kölluð „offitusjúklingur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. mars 2021 10:34

Demi Lovato, árið 2018 á myndinni til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Demi Lovato vildi „gefast upp“ og byrja að nota fíkniefni aftur eftir að tímarit kallaði hana feita.

Demi var flutt á sjúkrahús í júlí árið 2018 eftir ofskömmtun á oxycódón og fentanýl. Hún var endurlífguð á sjúkrahúsinu og fór í kjölfarið í meðferð. Demi hefur ávallt verið opin um baráttu sína við fíkn og einnig átröskun, sjálfsskaða og geðhvarfasýki.

Demi var á dögunum í einlægu viðtali við tímaritið Paper og segir að það hafi verið mjög erfitt að lesa neikvæðar greinar um sig. Hún hætti því fyrir þremur árum, þegar hún var að taka fyrstu skrefin í átt að bata.

„Ég hafði nýlokið meðferð árið 2018 þegar ég las grein um að ég væri offitusjúklingur,“ segir Demi við Paper.

„Það er það versta sem þú gætir mögulega skrifað um einhvern sem glímir við átröskun. Þetta sökkaði og mig langaði að hætta. Mig langaði að nota fíkniefni, mig langaði að gefast upp.“

Demi segir að hún hafi áttað sig á því að ef hún les ekki þessar greinar þá geta þær ekki haft áhrif á hana. „Ég reyni að forðast það neikvæða,“ segir hún.

Sjá einnig: Segir misheppnuðu trúlofunina vísbendingu um kynhneigð hennar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Í gær

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Play pop-up markaður í Mosfellsbæ í dag

Play pop-up markaður í Mosfellsbæ í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“