fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í Kynlífshorninu

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 2. mars 2021 21:00

Sigga Dögg kynfræðingur. Mynd/Aðsend/Saga Sig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur svarar spurningum lesenda DV í næstu tveimur helgarblöðum.

Hún er landsmönnum vel kunn enda hefur hún um árabil frætt unga sem aldna um kynlíf og allt sem því við kemur. Til að mynda hefur hún starfað við kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum í yfir áratug.

Sigga Dögg er með meistaragráðu í kynfræði frá Curtin-háskóla í Ástralíu þaðan sem hún útskrifaðist 2010. Hún hefur meðal annars gefið út handbókina Kjaftað um kynlíf og skáldsögurnar kynVera, sem fjallar um unglingsstúlkuna Veru, og skáldsöguna Daði sem fjallar um unglingspiltinn Daða.

Hún leysir tímabundið af Kristínu Tómasdóttur fjölskyldumeðferðarfræðing sem sér um Fjölskylduhornið hjá DV og svarar þar spurningum lesenda, en Kristín er um þessar mundir að fjölga mannkyninu og sendir DV henni og fjölskyldunni kærar kveðjur.

Þau sem hafa spurningu til Siggu Daggar sem þeir vilja fá svar við í blaðinu geta sent póst á sigga(at)siggadogg.com – merkt „Kynlífshorn DV.“ Fullum trúnaði heitið.

Sjá einnig: Kynlífsráð á tímum COVID-19: Nú er tími til að taka upp tólið

Sjá einnig: Áhugaverðar niðurstöður typpakönnunar Siggu Daggar: 90 prósent karla hafa mælt lengdina á typpinu sínu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“