fbpx
Miðvikudagur 14.apríl 2021
Fókus

Komst að framhjáhaldi kærastans eftir að hafa séð grunsamlega mynd á netinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 11. mars 2021 09:23

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aldrei auðvelt að komast að því að makinn þinn er að halda framhjá, hvað þá þegar þú kemst að því fyrir algjöra tilviljun.

Ung kona segir frá því að hún hafi verið að skoða notuð föt til sölu á síðunni Depop. Hún sá þar bol sem henni leist vel á, en það var eitthvað við myndina af bolnum sem vakti athygli hennar, hún kannaðist við bakgrunninn. The Sun greinir frá.

Konan áttaði sig á að myndin hefði verið tekin heima hjá kærasta hennar, réttara sagt í svefnherbergi kærasta hennar. Til að vera viss sendi hún konunni sem var að selja bolinn skilaboð og spurði hvort hún þekkti kærasta sinn. Sölukonan játaði.

Konan spurði þá hvort myndin hafi verið tekin í svefnherberginu hans.

„Já því ég skildi eftir dótið mitt hjá honum. Af hverju spyrðu? Þekkirðu hann?“ Svaraði þá konan sem var að selja bolinn.

„Já hann er kærasti minn!! Af hverju varstu heima hjá honum?“ Spurði kærastan.

„Omg elskan, mér þykir það svo leitt, ég vissi það ekki! En hefurðu enn áhuga á bolnum?“

Skiljanlega hafði kærastan engan áhuga á bolnum og sagði: „Nei ég hef ekki fokking áhuga.“

Saga konunnar hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og það sem hefur vakið hvað mesta athygli er að konan sem var að selja bolinn hélt áfram að ýta undir söluna. Hún á kannski framtíð fyrir sér í sölumennsku.

Sjá einnig: Snjallúrið kom upp um framhjáhaldið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin

Hin mörgu andlit Khloé Kardashian í gegnum árin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af augnablikinu þegar Elísabet Bretadrottning sá Filippus prins í fyrsta skipti

Mynd af augnablikinu þegar Elísabet Bretadrottning sá Filippus prins í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla

Erfitt líf á Tenerife – Kynfræðslan kennd í heimaskóla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi

Hildur Sverris um frjósemismál og hvaða upplýsingar hún vill að allar konur hafi
Fókus
Fyrir 3 dögum

7 ástæður fyrir því að konur fá ekki fullnægingu

7 ástæður fyrir því að konur fá ekki fullnægingu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“

Þórunn segir ættleiðinguna vera besta ákvörðun lífs síns – Sá dóttur sína og hugsaði „Þarna er hún komin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“

Rapparinn DMX látinn – „Baráttumaður sem barðist allt til enda“