fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Snjallúrið kom upp um framhjáhaldið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 10. mars 2021 08:25

Nadia Essex. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk hefur komist að framhjáhaldi maka síns á margvíslega vegu. Eins og konan sem skoðaði matargagnrýni í Washington Post og komst að því að eiginmaðurinn væri henni ótrúr. Eða konan sem setti upp forrit í síma eiginmanns síns til að lesa skilaboðin hans.

Nadia Essex, sem er stefnumóta- og sambandssérfræðingur í breska raunveruleikaþættinum Celebs Go Dating, deilir ótrúlegri sögu sinni í myndbandi á TikTok. Hún og kærasti hennar áttu bæði FitBit heilsu- og snjallúr og úrin voru stillt saman (e. synched)

„Ég ákvað að búa til morgunmat handa fyrrverandi kærasta mínum eftir að hann kom heim eftir að hafa farið út að skemmta sér með strákunum,“ segir Nadia.

En um leið og hún fór fram úr rúminu fékk hún meldingu á snjallúrið sitt.

„Við vorum búin að stilla heilsuúrin okkar saman. Ég fékk meldingu á FitBit úrið mitt um að hann hefði brennt yfir 500 kaloríum milli klukkan tvö og þrjú um nóttina.“

Það er óhætt að segja að kærastinn hafi aldrei fengið morgunmatinn sinn.

@ladynadiaessex#stitch @megan_boykoff #breakupstory 😂♬ Oh No – Kreepa

Ekki eina snjallúrið sem hefur komið upp um framhjáhald

Ef þetta er kunnuglegt þá manstu kannski eftir sögu Jane Slater, íþróttafréttamannsins á NFL. Hún kom upp um framhjáhald kærasta síns með því að fylgjast með virkninni á FitBit úrinu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar