fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í jólabúning: Gestir hvattir til að mynda stemninguna

Fókus
Miðvikudaginn 1. desember 2021 13:22

Ljósadalurinn í Laugardal, griðastaður á aðventunni. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er kominn í jólabúning og dýrin í garðinum komin í jólaskap. Jólaljós hafa verið sett upp um allan garð og ævintýri líkast að ganga um hann. Hægt verður að kaupa heita súpu, hlýtt kakó og smákökur og svo rölta um og dást að ljósadýrðinni og komast í jólaskap. Útigrillin verða opin og er tilvalið að grilla pylsur eða sykurpúða þegar veður er gott, bara muna að klæða sig vel. Öllum er svo boðið í hringekjuna á kvöldopnunum í desember.

Hefðbundinn opnunartími er alla daga frá klukkan 10 til 17. Frá 2. desember til jóla verður frítt í Ljósadalinn í Fjölskyldugarðinum frá klukkan 16 – 21, frá fimmtudegi til sunnudags. Strax á leiðinni niður að Fjölskyldugarðinum tekur ljósadýrðin á móti gestum því stígurinn frá bílastæðunum niður að hliði garðsins er ljósum prýddur. Kannski verður jólakötturinn á vegi gesta en hann verður kominn á stjá og fylgist vel með umferðinni um garðinn. Aðventan í Ljósadalnum býður upp á eitthvað fyrir alla fjölskylduna og í fallegu umhverfi geta gestir átt skemmtilegan dag og komist í jólaskap í ljósadýrðinni.

Gestir eru hvattir til að taka myndir af stemningunni og birta á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #ljosadalur21. Starfsfólk garðsins velur þrjár athyglisverðustu myndirnar eftir jól og myndasmiðirnir fá að launum árskort í garðinn.

„Ljósadalurinn er griðastaður fyrir fólk til að heimsækja á aðventunni, slappa af og njóta ljósa og tónlistar,“ segir Ingi Thor Jónsson verkefnastjóri viðburða.

Ljósadalurinn í Laugardal, griðastaður á aðventunni. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.

Ljósadalurinn í Laugardal, griðastaður á aðventunni. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum