Þátturinn Matur & heimili er á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21.
Í kvöld fer Sjöfn í heimsókn í eldhúsið til Ingibjargar Ástu Pétursdóttur sælkera og matgæðings, stofnanda Café Mensu og frumkvöðulsins í eldhúsinu á Hótel Flatey, þar sem hún fullkomnar franska sælkerarétti sem enginn stenst.
Síðan liggur leið Sjafnar á Selfoss í nýju mathöllina, Mjólkurbú Flóamanna, þar sem hún heimsækir Árna Bergþór Hafdal veitingamann og eiganda Samúelsson Matbar.
Að lokum bregður Sjöfn sér í eldhúsið sitt og töfrar fram forrétt á örskammri stundu.
Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr þættinum en hann er sem fyrr segir á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 19 og aftur kl. 21.