fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Þess vegna komst Manuela til Bandaríkjanna þrátt fyrir lokuð landamæri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 25. október 2021 14:00

Manuela Ósk Harðardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir er nú stödd í Bandaríkjunum. Hún flaug til Vestur-Virginíu í gær og svaraði nokkrum spurningum fylgjenda sína í fluginu.

Manuela er stödd í Bandaríkjunum til að sinna starfi sínu sem framkvæmdastýra Miss Universe Iceland. Elísa Gróa Steinþórsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland í september og er einnig stödd í Vestur-Virginíu ásamt Manuelu til að undirbúa sig fyrir keppnina í desember.

Landamæri Bandaríkjanna eru lokuð til 8. nóvember og var einn fylgjandi Manuelu forvitinn um hvernig hún komst til landsins.

„Við erum hér á undanþágu sem heitir NIE (national interest exception),“ segir hún.

NIE er sérstök undanþága vegna þjóðarhagsmuna. Það er undanþága sem á til dæmis við um námsmenn í skólum í Bandaríkjunum, vísindamenn og þá sem þurfa að sinna nauðsynlegum viðskiptaerindum.

Manuela Ósk og Elísa Gróa hressar í Vestur-Virginíu. Skjáskot/Instagram

Bæði Manuela og Elísa Gróa hafa verið duglegar að sýna frá ferðalaginu á Instagram. Miss Universe keppnin verður haldin í Ísrael í desember 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill