fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fókus

Noel Gallagher segir þetta hafa verið upphafið að deilum bræðranna

Fókus
Laugardaginn 23. október 2021 21:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vita flestir að það hefur lengi andað köldu á milli bræðranna Noel og Liam Gallagher, en þeir hafa vart talast við síðan hljómsveit þeirra Oasis lagði upp laupana árið 2009.

Noel hefur nú greint frá því hvað átti sér stað þeirra á milli og tekið ábyrgð á hvernig fór.

Hann sagði í samtali við The Matt Morgan hlaðvarpið: „Liam gaf okkur mikið af fötum, ekki bara mér hann gaf allri hljómsveitinni. Ég fór beint í næstu góðgerðarverslun og skildi þau eftir fyrir utan dyrnar. Hann varð fokking bilaður. Hann sagði: „Ef þú fokking vildir þau ekki þá hefðir þú bara átt að segja að þú fokking vildir þau ekki , kuntan þín.“

Fötin komu frá merki LiamsPetty Green, og var Liam að gefa hljómsveitarmeðlimum fötin áður en þau komu í verslanir og tók því óstinnt upp að fatnaður sem ekki átti að vera kominn til sölu var skyndilega kominn í góðgerðarverslun.

„Þetta var upphafið af endinum,“ sagði Noel í viðtalinu.

Noel hefur í gegnum tíðina kennt bróður sínum um það að hljómsveitin hætti. Nú virðist komið annað hljóð í Noel eftir allan þennan tíma og hefur hann undanfarið hrósað bróður sínum nokkuð og meðal annars sagt að Oasis hefðu aldrei orðið eins frægir og þeir urðu ef ekki væri fyrir Liam.

Liam virðist einnig að einhverju leyti tilbúin til að grafa stríðsöxina og stungið upp á því að Oasis komi aftur saman fyrir minnst eina tónleika í góðgerðarskyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tískusýning Victoria’s Secret var í gær – Sjáðu myndirnar

Tískusýning Victoria’s Secret var í gær – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan