fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Úrið sem Joe Biden notar vekur reiði – Þetta kostar úrið

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 11:42

Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden tók nýverið við sem forseti Bandaríkjanna en eitt af því sem hefur vakið mikla athygli og jafnvel reiði er úrið sem hann notar.

Úrið sem um ræðir er frá hinum geysivinsæla en um leið dýra úraframleiðandanum Rolex. Samkvæmt News.com.au hefur úrið vakið reiði meðal almennra borgara í Bandaríkjunum þar sem það er bæði dýrt og ekki framleitt í Bandaríkjunum en úrið er framleitt í Sviss. Þá kostar úrið hvorki meira né minna en 905 þúsund í íslenskum krónum.

Joe Biden notar úr sem er af sömu gerð og þetta.

Biden er þó ekki fyrsti forseti Bandaríkjanna sem gengur um með úr frá Rolex. Hann fetar í fótspor þeirra Dwight Eisenhower, Lyndon B. Johnson og Ronald Reagan en þeir gengu allir um með úr frá Rolex.

Síðan Bill Clinton var forseti hafa forsetar Bandaríkjanna þó flestir notast við úr sem vekja ekki jafn mikla athygli. Clinton notaði til að mynda Timex Ironman úr en fékk þó fyrir það skammir frá The Washington Post. „Stafrænt úr úr plasti sem er þykkt eins og múrsteinn og jafn flott og kviðslit,“ skrifaði fjölmiðillinn um úrið hans Clinton á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?