fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fókus

Silja Sif segir þekktan fyrrverandi kærasta hafa beitt sig hrottalegu ofbeldi – „Hann reif tunguhaftið mitt þegar hann tróð hendinni upp í kjaftinn á mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. september 2021 14:40

Silja Sif og Edda Falak.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Sif Kristinsdóttir opnar sig um hrottalegt ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu fyrrverandi kærasta í nýjum hlaðvarpsþætti Eigin Kvenna. Hún segir manninn vera vinsælan á samfélagsmiðlum í dag og vera í veitingabransanum.

Þátturinn er aðgengilegur á Patreon-síðu Eigin Kvenna en brot úr þættinum var birt fyrr í dag á Instagram-síðu þáttarins. Í byrjun þáttarins er sérstaklega varað við grófum lýsingum á ofbeldi.

„Á átján ára afmælisdaginn minn lét hann mig fara í banka og taka út allan fermingarpeninginn minn,“ segir Silja Sif.

„Svo var hann farinn að sýna mér konur: „Já ég var að sofa hjá þessari í gær, hún er miklu flottari en þú.““

Að sögn Silju Sifjar var kærastinn „kynferðislega brenglaður.“ að hennar mati.  „Hann var byrjaður að hrækja á mig, slá mig eða kyrkja mig. Einu sinni leið yfir mig þegar hann kyrkti mig í kynlífi, þá lét ég hann vita að mér fannst þetta óþægilegt eða mig langaði þetta ekki. En þetta gerðist alltaf aftur. Hann sló mig einhvern tíma þannig að ég fékk blóðnasir og ég er með ör eftir hann. Hann reif tunguhaftið mitt þegar hann tróð hendinni upp í kjaftinn á mér, ég var alveg að kafna og gat ekki borðað, tuggið mat í einhvern tíma eftir þetta.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Erfitt að sjá hann á samfélagsmiðlum

Maðurinn er ekki nafngreindur í myndbandinu en hún segir hann þekktan á samfélagsmiðlum.

„Þegar maður sér hann í dag á samfélagsmiðlum verður maður bara reiður. Hann kemst upp með þetta því „hann er bara svona.“ Sérstaklega þegar maður er búinn að heyra sögur frá öðrum konum líka. Því mér fannst þetta alltaf vera mér að kenna, hann kenndi mér líka oft um,“ segir Silja Sif og bætir við að hún viti til þess að „konan hans skoðar storyið mitt.“

Silja Sif segir að maðurinn hefur meðal annars talað opinberlega illa um fatlað fólk og samkynhneigða.

„Hann hefur talað niður til allra nema gagnkynhneigðra karlmanna,“ segir hún.

Edda Falak rifjar þá upp ummæli sem maðurinn hefur sagt opinberlega.

„Hann er ekki að taka ábyrgð á neinu, hann svífst einskis. […] Þetta er búið að láta viðgangast í svo mörg ár,“ segir Edda og bætir við:

„Hann er með 17 þúsund fleiri fylgjendur þar sem hann er að tala um að konur eigi ekki að fá jafn laun og maður eigi ekki að bera virðingu fyrir leginu í konum […] og opnandi veitingastað.“

Þáttinn er hægt að hlusta í heild sinni á Patreon-síðu Eigin Kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol
Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu

Rýfur þögnina um myndirnar af Liam Payne og annarri konu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu ástæðurnar fyrir aftökum í galdraofsóknunum – Hurðaskellur og heyrnarleysi

Sturluðustu ástæðurnar fyrir aftökum í galdraofsóknunum – Hurðaskellur og heyrnarleysi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína

Lík í heimahúsi og eiturlyfið Vermaak – María Siggadóttir gefur út fyrstu spennusöguna sína
Fókus
Fyrir 5 dögum

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“

Samtök kynlífsverkafólks ósátt við nýjasta þátt Eigin Kvenna – „Svona ógeð grefur undan réttindum okkar“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dorrit í hópi stórstjarna sem mættu á frumsýningu ásamt bresku konungsfjölskyldunni

Dorrit í hópi stórstjarna sem mættu á frumsýningu ásamt bresku konungsfjölskyldunni