fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Fasteignaveldi Gillz tútnar út – Kaupir íbúðir í gríð og erg á Ásbrú og Þorlákshöfn

Fókus
Sunnudaginn 27. júní 2021 11:00

Egill Einarsson. Í baksýn eru þeir fasteignamarkaðir sem hann hefur veðjað á - Ásbrú og Þorlákshöfn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn, fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Egill „Gillz“ Einarsson er þekktur fyrir að vera séður í tekjuöflun og ekki síður fjárfestingum. Auk verkefni í fjölmiðlum á hann og rekur fjarþjálfunarfyrirtækið Fjarþjálfun.is þar sem færri komast að en vilja að æfa undir handleiðslu vöðvatröllsins.

Fréttablaðið greindi frá því í lok árs 2019 að Egill hefði keypt tvær íbúðir á Ásbrúarsvæðinu og leigði þær út. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins á sínum tíma leysti Egill frá skjóðunni um hver galdurinn væri að byggja upp eignasafn en hann fælist í reglusemi og aðhaldi.

Það er greinilegt að þessi lífspeki er að virka vel því að fasteignaveldi Gillz heldur áfram að tútna út.

Síðan umfjöllun Fréttablaðsins birtist hefur Egill bætt við fimm íbúðum á Ásbrú í eignarsafn sitt auk þess sem hann keypti nýlega íbúð í Þorlákshöfn, heimabæ nýkrýndra Íslandsmeistara í körfubolta sem getur varla en hækkað fasteignaverð. Áætla má að verðmæti eignasafns Egils sé vel á annað hundrað milljónir króna og herma heimildir að hann sé hvergi nærri hættur fjárfestingum.

Á Egill nú þrjár íbúðir í húsi við Lindarbraut á Ásbrú, tvær við Grænásbraut og tvær til viðbótar við Vallhallarbraut í gegnum eignarhaldsfélag sitt. Eignin á Þorlákshöfn er í fjölbýlishúsi við Sambyggð og því er ljóst að Egill hefur í nógu að snúast við að halda utan um öll þau 25 kílóa járn sem hann er búinn að fleygja út í eldhafið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum

Segir að leikstjóri hafa reynt að gera út af við feril hennar því hún stóð í lappirnar gegn honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið

Kate Beckinsale útskýrir af hverju hún er búin að grennast svona mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins

Stórstjarnan lét óræða athugasemd falla um erfiðleika lífsins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum

Nýjar myndir af „veikburða“ Ryan Seacrest valda áhyggjum