fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Grunnskólakennari á daginn en klámstjarna á kvöldin – Táraðist og skammaðist sín á fundinum með skólastjóranum

Fókus
Laugardaginn 26. júní 2021 20:30

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögukennarinn Amy Kupps segist hafa verið neydd í að hætta í starfi sínu sem grunnskólakennari eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar kom upp um að hún væri að birta nektarmyndir á OnlyFans.

Áður en hennar fyrrverandi kom upp um hana lifði Amy tvöföldu lífi, kennari á daginn og klámstjarna á kvöldin. Amy, sem er 32 ára gömul, hafði unnið sem kennari í skóla í Norður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum í 7 ár þegar hún ákvað að stofna reikning á OnlyFans árið 2019. Hún segist hafa þénað í kringum 150 þúsund dollara, um 18,5 milljónir í íslenskum krónum, á síðunni.

„Ég hafði aldrei hugsað um þetta þangað til eiginmaður minn hvatti mig til að gera þetta svo við gætum þénað auka pening,“ segir Amy í samtali við DailyStar. „Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að vera í Playboy tímariti eða að vera leikkona en ég varð fullorðin, gerðist kennari og eignaðist eiginmann.“

Amy byrjaði á sínum tíma að birta myndir af sér á samfélagsmiðlinum Instagram og hafði gaman af jákvæðu viðbrögðunum sem hún fékk þegar hún birti myndir þar. „Menn voru gjörsamlega slefandi yfir þeim. Athugasemdirnar þeirra gáfu mér svo mikinn kraft svo ég ákvað í kjölfarið að stofna reikning á OnlyFans. Það var svo frelsandi að gera sér grein fyrir því að karlmönnum fannst ég svona aðlagandi.“

Amy segist hafa verið nokkuð stressuð þegar hún byrjaði að birta nektarmyndi á netinu en fljótlega hvarf stressið. „Ég vandist þessu fljótt og það var svo yndislegt að hafa eiginmanninn minn með mér til að styðja mig. Hann hjálpaði mér með því að vera ljósmyndarinn minn og við hugsuðum saman um hvað við gætum gert. Mér fannst þetta ganga vel og við vorum gott teymi,“ segir hún.

„Mér fannst mikilvægt að vernda krakkana“

Þegar Amy byrjaði á OnlyFans hófst feluleikur, fjölskylda hennar, vinir og samstarfsfélagar máttu ekki vita af þessu nýja aukastarfi hennar. Ólíkt mörgum hafði Amy gaman að þessum feluleik. „Ég elskaði að ég var með þessa hlið sem enginn í skólanum vissi af. Mér leið eins og ég væri svona dónaleg ofurhetja. Þessi hugsun kom mér í gegnum erfiða daga og margar kennslustundir þar sem krakkarnir voru erfiðir.“

En feluleikurinn varði ekki að eilífu. Amy og eiginmaður hennar skildu en hún telur að brotna hjónabandið hafi orðið til þess að samstarfsfélagar hennar komust að sannleikanum. Hún segist vera handviss um að fyrrverandi eiginmaðurinn hafi sagt frá leyndarmálinu hennar. Skömmu eftir að fólk vissi af OnlyFans-aðganginum hennar kallaði skólastjórinn Amy á fund.

„Ég held ég hafi vitað hvað var að fara að gerast áður en ég fór á fundinn. Ég talaði alltaf um það við fyrrverandi eiginmann minn að ég vildi halda nafnleynd fyrir nemendurna, starfsfólkið og vini mína. Mér fannst mikilvægt að vernda krakkana.“

„Ég gat ekki haldið áfram að vinna með þessu fólki“

Amy fór síðan á fund með skólastjóranum og stjórn skólans. Fundurinn fór í gegnum fjarfundabúnað vegna Covid-19. „Þetta var mjög vandræðalegt. Ég táraðist og skammaðist mín. Þau létu mér líða eins og ég væri ógeðsleg,“ segir hún. „Þar komst ég að því að fyrrverandi eiginmaður minn hafði sýnt einhverjum í skólastjórninni aðganginn minn á OnlyFans. Mér var vikið úr starfi á meðan þau ákváðu hvað þau ætluðu að gera.“

Þarna leið Amy svo illa að hún sá engan annan möguleika í stöðunni en að hætta sjálf. „Ég gat ekki haldið áfram að vinna með þessu fólki. Það hefði ekki liðið langur tími þar til foreldrar og krakkarnir myndu fatta þetta og ég vildi ekki sjá það gerast.“

Amy spurði fyrrverandi eiginmann sinn hvort að hann hafi sagt skólanum frá þessu. „Ég spurði hann hvort hann væri á bakvið þetta og hann neitaði ekki fyrir það. Hann lét bara eins og ég ætti að skammast mín,“ segir Amy en hún og hennar fyrrverandi skildu í desember árið 2020.

„Við sjáum bara til hvað gerist“

Í dag einblínir Amy á OnlyFans ferilinn og hún segist elska það. „Aðalmarkmiðið mitt er að vera ein af frægustu OnlyFans-stjörnunum í heiminum,“ segir hún. „Mér finnst gott að tala við mennina á síðunni. Þeir láta mér líða eins og einhver vilji mig og ég sé sérstök,“ segir hún.

Amy er þó ekki alveg búin að gefast upp á því að vera kennari en það þyrfti þá að vera í öðrum skóla. „Ég gæti sótt um að vera kennari aftur þegar krakkarnir fara aftur í skólann í haust,“ segir hún. „Ég væri samt til í að vera í fullu starfi sem OnlyFans-stjarna en við sjáum bara til hvað gerist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“