fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Svona er fyrirsætan í rúminu – Selur myndband af sér á rúmar 2 milljónir

Fókus
Sunnudaginn 23. maí 2021 09:23

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Kate Moss ákvað að sýna heiminum hvernig hún er í rúminu með myndbandi sem er til sölu sem svokallað NFT. Myndbandið var selt fyrir rúmar 2 milljónir í íslenskum krónum en ágóðin fór til góðgerðarmála.

Fyrirbærið NFT stendur fyrir „non-fungible token“ en blaðamaðurinn Atli Fannar Bjarkason útskýrði á vef RÚV á mjög einföldu máli hvað NFT er. „Einstakt, stafrænt skírteini,“ segir Atli um fyrirbærið sem hefur verið að vekja töluverða athygli að undanförnu. „Áður en lengra er haldið vil ég að það sé á hreinu að það er mjög eðlilegt að finnast þetta vera algjört rugl. Þetta er algjört rugl. NFT var varla til fyrir tveimur árum en veltir í dag milljörðum fyrir tilstilli fólks sem á augljóslega of mikið af peningum.“

Góðgerðarsamtökin Gurls Talk, sem berjast fyrir geðheilbrigði, fengu Kate Moss í lið með sér til að gera myndband sem síðar var selt sem NFT. Myndbandið ber nafnið „Sleeping with Kate“ og eins og nafnið gefur til kynna er Kate sofandi í myndbandinu. Myndbandið var sett á uppboð en hart var barist um að eiga það. Þegar talað er um að eiga myndbandið er átt við að eigandinn á þá skírteini sem staðfestir eignarhaldið á myndbandinu – þó svo að myndbandið sé opið öllum til áhorfs.

Ljóst er að einhverjum þótti þetta skírteini vera verðmætt en það seldist á endanum fyrir rúmlega 17.456 bandaríska dollara, eða um 2,1 milljón í íslenskum krónum. Hægt er að sjá myndbandið sem um ræðir á uppboðssíðunni þar sem það var selt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pornhub afhjúpar vinsælustu leitarniðustöðurnar á árinu – „Furðulegt“ blæti efst á lista

Pornhub afhjúpar vinsælustu leitarniðustöðurnar á árinu – „Furðulegt“ blæti efst á lista
Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið