Sarah Nicole Landry, 34 ára áhrifavaldur frá Ontario í Kanada, hefur orðið fyrir miklu aðkasti eftir að hún birti myndir af sér í bikiníi eftir sína fjórðu meðgöngu. The Sun fjallaði um málið.
Sarah eignaðist sitt fjórða barn fyrir einungis þremur mánuðum síðan en hún segir að þessi meðganga hafi verið sú erfiðasta til þessa. Hún hefur fjallað mikið og reglulega um meðgönguna sína á Instagram-síðu sinni en þar er hún með tæplega 2 milljónir fylgjenda.
Þrátt fyrir að Sarah sé nú örugg í eigin skinni hefur hún opnað sig um að hún hafi óörugg með líkamann sinn áður. Hún missti 50 kíló fyrir nokkrum árum síðan en það gerði ekki það að verkum að henni leið betur með líkamann sinn. Þá ákvað hún að byrja að elska sjálfa sig og lofaði sjálfri sér að birta raunverulegar og náttúrulegar myndir af líkamanum sínum til að hvetja aðrar konur til að fylgja sér í leiðangrinum að bættri líkamsímynd.
Í dag er Sarah á góðum stað, hún er sjálfsörugg og með góða líkamsímynd. Það heldur þó ekki ljótum athugasemdum og annars konar aðkasti í burtu. Hún deildi nýlega mynd af sér í bikiníi á Instagram en hún límdi fjöldan allan af ljótum athugasemdum sem hún hefur fengið á myndina.
Orðljótir netverjar sögðu að hún væri löt og létu sem slitin á maganum hennar væru ógeðsleg. Einn netverji gekk svo langt að hann sagði að Sarah þyrfti að fara í aðgerð til að minnka magamálið sitt. Þá sögðu aðrir að hún ætti ekki að vera í bikiní og henni var sagt að hylja sig.
„Við verðum að sýna að það er algjörlega eðlilegt að líkaminn breytist eftir barnseignir EÐA jafnvel án barneigna,“ sagði Sarah með myndinni. Sarah vekur þá athygli á því að hún sé ekki með líkama á jaðri fegurðarstaðlanna.
„Ég er rétt svo fyrir utan það sem telst eðlilegt og jafnvel það er ekki í lagi fyrir svo marga. Þetta er ástæðan fyrir því að baráttan fyrir þá sem eru á jaðrinum er svo mikilvæg. Þau fá hatur og verða fyrir fordómum á hverjum degi en við eigum öll skilið okkar pláss á þessari jörð.“
View this post on Instagram