fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Birtir bikinímyndir og fær haug af ljótum athugasemdum – „Þetta er ástæðan“

Fókus
Föstudaginn 14. maí 2021 14:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Nicole Landry, 34 ára áhrifavaldur frá Ontario í Kanada, hefur orðið fyrir miklu aðkasti eftir að hún birti myndir af sér í bikiníi eftir sína fjórðu meðgöngu. The Sun fjallaði um málið.

Sarah eignaðist sitt fjórða barn fyrir einungis þremur mánuðum síðan en hún segir að þessi meðganga hafi verið sú erfiðasta til þessa. Hún hefur fjallað mikið og reglulega um meðgönguna sína á Instagram-síðu sinni en þar er hún með tæplega 2 milljónir fylgjenda.

Þrátt fyrir að Sarah sé nú örugg í eigin skinni hefur hún opnað sig um að hún hafi óörugg með líkamann sinn áður. Hún missti 50 kíló fyrir nokkrum árum síðan en það gerði ekki það að verkum að henni leið betur með líkamann sinn. Þá ákvað hún að byrja að elska sjálfa sig og lofaði sjálfri sér að birta raunverulegar og náttúrulegar myndir af líkamanum sínum til að hvetja aðrar konur til að fylgja sér í leiðangrinum að bættri líkamsímynd.

Í dag er Sarah á góðum stað, hún er sjálfsörugg og með góða líkamsímynd. Það heldur þó ekki ljótum athugasemdum og annars konar aðkasti í burtu. Hún deildi nýlega mynd af sér í bikiníi á Instagram en hún límdi fjöldan allan af ljótum athugasemdum sem hún hefur fengið á myndina.

Orðljótir netverjar sögðu að hún væri löt og létu sem slitin á maganum hennar væru ógeðsleg. Einn netverji gekk svo langt að hann sagði að Sarah þyrfti að fara í aðgerð til að minnka magamálið sitt. Þá sögðu aðrir að hún ætti ekki að vera í bikiní og henni var sagt að hylja sig.

„Við verðum að sýna að það er algjörlega eðlilegt að líkaminn breytist eftir barnseignir EÐA jafnvel án barneigna,“ sagði Sarah með myndinni. Sarah vekur þá athygli á því að hún sé ekki með líkama á jaðri fegurðarstaðlanna.

„Ég er rétt svo fyrir utan það sem telst eðlilegt og jafnvel það er ekki í lagi fyrir svo marga. Þetta er ástæðan fyrir því að baráttan fyrir þá sem eru á jaðrinum er svo mikilvæg. Þau fá hatur og verða fyrir fordómum á hverjum degi en við eigum öll skilið okkar pláss á þessari jörð.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sarah Nicole Landry (@thebirdspapaya)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“