fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Tilkynnti um hvarf kærastans – Lögreglan sagði að hann væri ekki til

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. maí 2021 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kathrine Verb var í sambandi með karlmanni í tvö ár. Hún var ástfangin og sá framtíðina fyrir sér með honum. En allt breyttist eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Kathrine greinir frá þessu í myndbandi á TikTok sem hefur farið á flug um netheima og fjalla fjölmiðlar vestanhafs um málið.

„Ég var í sambandi með karlmanni í tvö ár og ég hélt að við myndum giftast, eignast börn og verja ævinni saman. En síðan kom Covid og hann því miður fékk það, eða svo sagði hann við mig,“ segir Kathrine.

„Hann sagðist ætla að fara á sjúkrahúsið því honum leið svo illa, en skyndilega leið honum mikið betur.“

En Kathrine heyrði aldrei aftur í kærastanum eftir þann dag. Hún var farin að óttast það versta.

Leitaði til lögreglunnar

„Ég hætti að heyra frá honum sama dag og hann sagði mér að honum leið betur. Hann hætti að svara símanum og skilaboðum. Viku seinna fóru öll símtöl beint í talhólfið. Ég fór yfir um og byrjaði að hringja á sjúkrahúsið, kannski hafði eitthvað gerst en hann var ekki þar,“ segir hún.

Kathrine ákvað að leita til lögreglunnar og tilkynna um hvarf kærasta síns. „Ég hringdi í lögregluna og ætlaði að tilkynna hvarf hans og veistu hvað lögreglan sagði? Hún sagði að kærasti minn væri ekki til. Ekki nóg með að kærasti minn hætti alfarið að tala við mig með því að sviðsetja eigin dauða, þá laug hann einnig að mér í tvö ár.“

Netverjar hafa sett fram ýmsar getgátur og sú allra vinsælasta er að kærastinn hafi verið giftur og þegar Covid skall á þurfti hann að eyða meiri tíma með eiginkonu sinni og hugsanlega börnum.

@kathrynverb#stitch with @kekeyee the irony of being ghosted by someone faking their death is just *chef’s kiss* ✨perfection✨ #ghosted #selfworth #datingstories♬ original sound – Kathryn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías Páll selur Kópavogskastalann

Matthías Páll selur Kópavogskastalann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“