fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Einfalt að æfa heima – grunnpakki fyrir „heimagymmið“

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 17. janúar 2021 11:20

Gurrý notar teygjur mikið og segir hægt að gera endalaust af æfingum með þeim. MYND/SIGTRYGGUR ARI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkamsræktarþjálfarinn Gurrý Torfadóttir segir marga byrja að æfa heima og mælir með ákveðnum grunnpakka þegar kemur að búnaði.

„Fólk mun halda áfram að æfa heima þó líkamsræktarstöðvarnar hafi verið opnaðar aftur. Þetta er framtíðin,“ segir Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er kölluð. Hún er landsþekktur þjálfari og rekur Yama heilsurækt þar sem hún býður upp á fjarþjálfun sem kallast Yama online.

„Það er mikill tímasparnaður fólginn í því að æfa heima og ég held að fólk eigi eftir að æfa meira en það hefur gert þegar stöðvarnar verða opnaðar aftur að fullu, taki þá æfingar í ræktinni þrisvar í viku og noti heimagymmið tvisvar í viku,“ segir hún.

Jógadýna er eitt það fyrsta sem þarf að kaupa. Mynd/Utilif.is

Grunnpakkinn

Gurrý segir afar einfalt að byrja að æfa heima og mælir með ákveðnum grunnpakka þegar kemur að búnaði. „Fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin mæli ég með því að fólk kaupi tvö pör af handlóðum, góða jógadýnu og þrjár teygjur með mismunandi stífleika. Önnur handlóðin eru léttari til að lyfta fyrir ofan höfuð og þjálfa efri partinn en hin þyngri fyrir stærri vöðvana, til dæmis til að nota í hnébeygjum eða réttstöðulyftu. Teygjurnar eru yfirleitt seldar þrjár saman í pakka og hægt að gera endalaust af æfingum með þeim. Þegar ég set saman æfingakerfi fyrir fólk til að æfa heima þá miða ég við að fólk eigi þetta. Það þarf í raun ekki meira,“ segir hún.

Kostnaðurinn við þennan grunnpakka er um 30 þúsund krónur en fer þó eftir þyngd lóðanna. Hægt er að miða við að par af 5 kílóa lóðum kosti um 6 þúsund og par af 10 kílóa lóðum kosti um 12 þúsund, pakki með þremur teygjum kostar um 3 þúsund og jógadýna 8-10 þúsund krónur.

HANDLÓÐ
Gott er að eiga par af léttari og annað af þyngri. Mynd/Hreyfisport.is
Teygjur með mismunandi stífleika. Mynd/Likamiogboost.is

Meiri fjárfesting

„Ef fólk vill fara í meiri fjárfestingu væri gott að kaupa annað hvort hjól eða róðrarvél. Hjól hentar öllum og er frábært fyrir fólk sem er ekki í neinu formi. Hjól sem heita BikeErg eru vinsæl og afreksfólk notar þau líka. Kostirnir við róðrarvél er að það fer lítið fyrir henni þegar ekki er verið að nota hana og fólk notar allan líkamann við að róa, bæði fótleggi og efri partinn. Með því að bæta við annaðhvort hjóli eða róðrarvél er líka hægt að nota það til að hita upp og fá blóðið á hreyfingu eða taka stuttan sprett á miðri æfingu til að keyra púlsinn vel upp,“ segir Gurrý.

BikeErg hjól sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Mynd/Sportvorur.is
Róðravél sem er einfalt að brjóta saman. Mynd/Hreysti.is

Bílskúrinn innréttaður

Ekki þarf endilega sérstakaaðstöðu til að æfa með grunnpakkanum heldur dugar stofugólfið ágætlega. Einfalt er að ganga frá róðrarvél en hjólið þarf sinn stað. Margir hafa svo hreinlega nýtt aukaherbergi eða pláss í bílskúr. Fyrir þá sem eru með rúmgóða aðstöðu mælir Gurrý með kaupum á gólfmottum eins og eru á líkamsræktarstöðvum, hörðum mottum sem lóð mega detta á og fást í mismunandi verðflokkum.

„Þar gæti fólk sett lyftingabekk, stöng, lóðaplötur og rekka. Þá er bara komin lítil líkamsræktarstöð og margir sem eru komnir í þennan pakka. Ég mæli með að fólk bæti við sig í þessum skrefum og sjái hvort það notar búnaðinn áður en það leggur í meiri fjárfestingu,“ segir hún og bendir líka á að passa upp á að börn komist ekki í lóðin vegna slysahættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“