fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Fyrirsætan Sif Saga: „Mér var sagt að ég fengi aldrei vinnu aftur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. júní 2020 20:00

Sif Saga. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Sif Saga Dagbjartsdóttir hefur verið á forsíðum glanstímarita á borð við Elle og Harper’s Bazaar. Hún sat fyrst fyrir sextán ára en sama ár fékk hún flog eftir mjög slæmt kvíðakast. Sif er fædd og uppalin í Boston, en á íslenska foreldra og stóra fjölskyldu á Íslandi.

Sif opnar sig um tíma sinn í heimavistarskóla, fyrirsætubransann og kvíða í einlægu viðtali í helgarblaði DV.

Mikil pressa

Sif hefur fundið fyrir mikilli pressu frá bransanum um útlit sitt og fékk hörð viðbrögð þegar hún mætti til vinnu með hormónaútbrot.

„Ég hef fundið fyrir pressu varðandi hvernig ég eigi að klæða mig og hafa hárið, en hef mest fundið fyrir henni þegar kemur að húðinni á mér. Ég fékk hormónaútbrot fyrir tveimur árum og það hafði mikil áhrif á vinnuna. Það var rosalega erfitt, bókarar hringdu í mig og öskruðu á mig, eins og þetta væri eitthvað sem ég hefði gert við sjálfa mig. Ég man að einhver sagði við mig að ég myndi aldrei fá vinnu aftur. Þetta var allt svo dramatískt,“ segir Sif, sem hefur öðlast mikla innri ró í gegnum sjálfsvinnu.

Sif Saga hefur verið á forsíðum tímarita á borð við Elle.

„Líka með vigtina. Um tíma var ég á kvíðalyfjum sem ollu því að ég þyngdist, en það var bara vökvi vegna lyfjabjúgs. Ég sjálf tók ekki eftir því en fékk að heyra: „Hvað í fjandanum kom fyrir þig?“ Ég man að ég skildi ekkert hvað væri í gangi. Ég var spurð um hvað ég væri að borða og hvað ég væri að gera, en það kom í ljós að þetta væru töflurnar. Ég hef síðan þá lært inn á líkamann minn en sem betur fer hefur pressan um að vera grönn minnkað mikið undanfarin ár.“

Þú getur lesið viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro