fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
Fókus

Facebook er að njósna um allt sem þú gerir – Svona slekkur þú á því

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. maí 2020 14:26

Guðmundur Jóhansson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook er að fylgjast með öllu sem þú gerir í símanum þínum, ekki aðeins því sem þú gerir í forritinu. Facebook safnar upplýsingum um notkun notenda, bæði á Facebook og í öðrum forritum og síðum. Það er hægt að slökkva á því undir „Off-Facebook Activity“ í stillingum, en ef þú hefur ekkert breytt stillingunum þínum þá er sjálfkrafa kveikt á því.

Það virðast fáir vita af þessu miðað við viðbrögð netverja við myndbandi á TikTok sem vakti athygli á þessum stillingum.

DV ræddi við tæknisérfræðinginn Guðmund Jóhannsson um Facebook, friðhelgi einkalífsins og hvaða stillingar notendur ættu að skoða. Hann sagði „Off-Facebook Activity“ ekki vera áhyggjuefni og nefnir aðrar stillingar sem hann mælir með að allir fari yfir.

Hvað er „Off-Facebook Activity“?

Ef þú skoðar sögu þína í þessum stillingum þá sérðu hvaða forrit þú hefur notað síðustu vikur, hvaða síður þú hefur heimsótt og hvaða fréttir þú varst að lesa. Guðmundur segir að það sé nóg fyrir síðu að hafa hina minnstu tengingu við Facebook svo samfélagsmiðillinn geti notað upplýsingar þaðan.

„Allar síður sem eru með kommentakerfi fara þarna inn. Það er svo víða sem þú ert með einhverja snertingu við Facebook. Sama á við um allar fréttir, bloggsíður, það skiptir ekki máli. Á flestum síðum er takki sem býður fólki upp á að deila á Facebook og það er til dæmis tenging við Facebook,“ segir hann.

„Ef þú skráir þig inn á Facebook, sem notandi, þá setur Facebook svona „cookie“ á tölvuna þína eða símann þinn og hún hjálpar þeim svo að fylgjast með notkun þinni. Þetta er ekkert nýtt en það er frábært að fólk viti af þessu.“

Ekki áhyggjuefni

Guðmundur segist ekki hafa áhyggjur af upplýsingunum sem safnast þarna en hvetur fólk til að tileinka sér gagnrýna hugsun þegar það er á netinu.

„Í mínum huga ættum við ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu. Þetta fer bara þarna inn og við erum það heppin að við erum undir verndarreglugerð ESB (GDPR) þannig Facebook má ekki selja þessar upplýsingar án okkar leyfis og vitundar. En Facebook og Google vita bara allt um okkur og leiðirnar sem þau hafa til að elta okkur um internetið eru miklu fleiri en bara þessi. Google veit til dæmis alltaf hvar við erum,“ segir hann.

„Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu en við þurfum að stunda gagnrýna hugsun í hvert skipti sem við notum internetið. En það getur verið flókið þar sem við notum internetið eins og heitt vatn og rafmagn.“

Við erum varan

Guðmundur vísar í vinsælan frasa: „Facebook er frítt og við erum varan.“ Í skiptum fyrir að nota Facebook leyfum við samfélagsmiðlinum að breyta okkur í vöru og selja áfram. Það er einfaldlega verðmiðinn í skiptum fyrir fría samfélagsmiðla.

„Auðvitað er hægt að nota þessar upplýsingar og kaupa upplýsingar annars staðar frá og sameina þær í einn stóran grunn. Þá ertu bara komin með Cambridge Analytica málið og hvernig það hafði áhrif á kosningarnar í Bandaríkjunum, þá ertu komin enn lengra,“ segir Guðmundur.

Mælirðu með að fólk hafi slökkt á þessum stillingum?

„Það er allt í lagi og það mun ekki hefta upplifun þína á Facebook. En ég slekk til dæmis aldrei á neinu svona. Ég held að það sem fólk ætti aðallega að skoða í stillingunum hjá sér á Facebook eru forritin sem hafa aðgang að Facebook-reikningnum þínum og grisja þann lista reglulega. Það er engin ástæða fyrir því að forrit sem ég notaði fyrir fjórum árum sé að skrá hjólaferðirnar mínar. Það forrit þarf ekki lengur aðgang að Facebook hjá mér. Fólk fer aldrei yfir svona lista í dag. Ég myndi mæla með því. Svo mæli ég alltaf með því að nota ekki sama lykilorð á allt, það er svo margt annað til að hafa áhyggjur af. Þess vegna er gott að tileinka sér gagnrýna hugsun þegar vafrað er um netið,“ segir Guðmundur.

Svona slekkur þú á Off-Facebook Activity

Ef þú vilt slökkva á Off-Facebook Activity þá fylgirðu eftirfarandi skrefum.

Ferð í „Settings“ og velur „Off-Facebook activity“ undir „Your Facebook information.“

Næst velurðu „Manage your off-Facebook activity“ og smellir á þrjá punktana efst í hægra horninu. Þá velurðu „Manage Future Activity“. Þú þarft svo að gefa upp lykilorð og velur síðan aftur „Manage Future Activity“.

Svo geturðu slökkt á „Future off-Facebook“ activity og velur „Turn Off.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon

Fremstu hjólreiðamenn Íslands hjóla fyrir hönd Ljóssins í Síminn Cyclothon
Fókus
Í gær

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021

Þessar stúlkur taka þátt í Miss Universe Iceland 2021
Fókus
Í gær

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen

Segist hafa verið með sjálfsvígshugsanir eftir einelti af hálfu Chrissy Teigen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk

Reyndi að opna neyðarútgang flugvélar í loftinu og sakaði sætisfélaga sinn um hryðjuverk