fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Sakar NFL-stjörnu um framhjáhald – Náði fram hefndum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 17. desember 2020 15:31

Jennifer náði fram hefndum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pílates-þjálfarinn Jennifer Woodward segist hafa verið að sofa hjá stjörnu NFL deildarinnar. Hún komst að því að maðurinn væri ekki aðeins að tala við „margar aðrar stelpur“ heldur átti hann einnig kærustu til þriggja ára.

Jennifer er frá Los Angeles og greinir frá þessu í myndbandi á TikTok.

Jennifer var bálreið þegar hún komst að sannleikanum og ákvað að hafa samband við kærustuna. Hún sagðist ætla að senda kærustunni skjáskot af samskiptum hennar og NFL-stjörnunnar.

„Ég held að hún viti ekki neitt,“ sagði Jennifer og sagðist ætla að senda kærustunni sönnunargögn strax. „Ég er með skjáskot af samskiptum okkar, þegar hann sendi mér heimilisfangið sitt, þegar hann pantaði leigubíl handa mér og margt annað.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SportsGossip.com (@sportsgossipinc)

Jennifer nefnir manninn aldrei á nafn en samkvæmt New York Post er maðurinn leikmaður Steelers. Hún uppfærði síðan málið í nýju myndbandi á TikTok. Hún sagði að kærastan hafi hætt með manninum og hann hafði lent í meiðslum sama dag.

„Já ég eyðilagði líf hans á einum degi og ég myndi gera það aftur,“ sagði hún með færslunni, sem hún hefur nú lokað fyrir.

Jennifer hefur ekki tjáð sig frekar um málið en samkvæmt New York Post hefur hún neitað ásökunum um að hún sé að ljúga fyrir athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum
Fókus
Í gær

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“