fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Svona eru karlmennirnir sem eru líklegri til að halda framhjá

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 13. október 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri rannsókn spilar líffræðin inn í það hve líklegir karlmenn eru að halda framhjá.

Frá þessu er greint í grein sem birtist á ScienseDirect en rannsóknin var gerð í Kína. Þar kemur fram að karlmenn með dýpri raddir og karlmennskutilburði séu líklegri til að halda framhjá mökum sínum. „Menn sem hafa meira testósterón, og þar af leiðandi dýpri raddir, geta verið lélegri í að skuldbinda sig í rómantískum samböndum,“ segir í niðurstöðum rannsóknarinnar.

Við gerð rannsóknarinnar voru 250 manns, bæði konur og karlar, beðin um að lesa lista af orðum upphátt. Upptökur af þessu voru síðan kannaðar með tilliti til tíðni og tónhæðar. Þá var tekið tillit til stærðar á munninum og barkakýlinu auk magn testósteróns. Fólkið tók síðan próf með sálfræðilegum spurningum sem tengdust samböndum og framhjáhaldi.

Í niðurstöðunum kemur einnig fram að konur, óháð dýpt raddar þeirra, hafa nokkurn vegin svipaða skoðun þegar kemur að framhjáhaldi. Karlmenn með djúpar raddir voru hins vegar taldir vera „líklegri til að taka þátt í framhjáhaldi“ og „voru verri í að skuldbinda sig“ miðað við þá sem höfðu ekki eins djúpa rödd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Í gær

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Kærastinn er að reyna að breyta mér í eiginkonu sína heitna“

„Kærastinn er að reyna að breyta mér í eiginkonu sína heitna“