Brúðkaupskjóllinn sem um ræðir er gegnsærri en gengur og gerist og er það aðal ástæða þess að hann vakti svo mikla athygli. Í athugasemdum sögðu sumir að kjóllinn minnti þá á undirfatnað og að hann væri „lummulegur“.
„Ég meina, hún lítur frábærlega út en þetta er ekki málið fyrir brúðskaupskjól,“ sagði sá sem deildi myndunum á Reddit. „Ég hef allan rétt á því að finnast þetta vera lummulegt,“ sagði einn notandi. „Þetta lítur meira út eins og föt fyrir brúðkaupsnóttina,“ sagði annar. „Ég elska góðan hneykslanlegan brúðkaupskjól en þetta eru bara nærföt.“
Þá sagði annar að ef hún væri í hvítum nærbuxum undir kjólnum þá væri þetta ekki eins slæmt. „En strengurinn og sokkabandið gerir þetta frekar hræðilegt fyrir heilan dag.“
Þó voru ekki allir sammála að kjóllinn væri slæmur. Einn notandi hrósaði konunni fyrir sjálfstraustið. „Ég dáist að sjálfstraustinu hennar og dreymi um að hafa bara hluta af því.“
Hér fyrir neðan má sjá myndir af kjólnum sem um ræðir: