fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Hæðir og lægðir Pamelu Anderson

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 27. september 2020 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir sem ekki þekkja Pamelu Anderson sem varð hvað frægust fyrir hlutverk sitt í Strandvörðum. Hún hefur upp- lifað miklar hæðir og lægðir í gegnum árin, verið í storma- sömum samböndum og farið í gegnum miklar breytingar, bæði líkamlega og andlega.

ERFIÐ ÆSKA

Pamela Anderson fæddist 1. júlí árið 1967 í Kanada. Hún átti mjög erfiða æsku og opnaði sig fyrst um æskuárin á góðgerðarviðburði árið 2014. Hún sagðist hafa verið misnotuð af kvenkyns barnapíu sinni frá því sex ára aldri til tíu ára aldurs. Þegar hún var tólf ára var henni nauðgað af 25 ára karlmanni. Pamela vitnaði í móður sína þegar hún sagði frá þessum hræðilegu atburðum: „Stundum brosir þú ekki vegna þess hversu hamingjusöm þú ert, heldur vegna þess hversu sterk þú ert.“

Mynd/Getty

BAYWATCH

Pamela Anderson skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún fór með hlutverk Casey Jean Parker í geysivinsælu þáttunum Strandverðir eða Baywatch. Pamela nældi sér í hlutverkið án þess að þurfa að fara í áheyrnarprufu. Aðspurð hvað henni þótti um að klæðast sundfötum á hverjum degi sagði Pamela: „Mér leið mjög vel í eigin skinni og pældi lítið í því. Enginn er fullkominn og gallar eru kynþokkafullir. Ég var hissa á að ég hefði verið valin í hlutverkið. Mér fannst ég aldrei vera rosalega aðlaðandi manneskja.“

Mynd/Getty

KVIKMYNDIR

Á tíunda áratug síðustu aldar hafði Pamela slegið í gegn á sjónvarpsskjánum og einnig sem fyrirsæta. Árið 1993 lék hún svo í sinni fyrstu kvikmynd, Snapdragon. Hún lék fallega ljóshærða vændiskonu sem glímdi við minnisleysi og drap viðskiptavini sína. Ári seinna lék hún aftur vændiskonu í kvikmyndinni Raw Justice. Síðan þá hefur hún leikið í ótal þáttum og kvikmyndum.

Mynd/Getty

HJÓNABAND OG KYNLÍFSMYNDBAND

Á sama tíma og Pamela Anderson varð þekkt andlit á sjónvarpsskjánum varð hún einnig þekkt andlit slúðurblaðanna, enda hvimleiður fylgifiskur frægðarinnar. Þegar hún var 27 ára giftist hún trommuleikara Mötley Crüe, Tommy Lee, eftir að hafa þekkt hann í fjóra daga. En það var ekki það sem vakti hvað mesta athygli. Einhver stal kynlífsmyndbandi sem Pamela og Tommy gerðu í brúðkaupsferð sinni og lak því á netið. Fyrirtækið IEG hóf dreifingu á myndbandinu og fóru hjónin í mál við fyrirtækið. Það endaði með því að sátt náðist í málinu, sem leyfði fyrirtækinu að sýna myndbandið sem hluta af áskriftarþjónustu þess, gegn greiðslu. Pamela útskýrði í viðtali að hún hefði hætt að berjast gegn dreifingu myndbandsins því að það hafði slæm áhrif á heilsu hennar, en þá var hún ólétt að sínu öðru barni.

RAUNVERULEIKAÞÆTTIR

Pamela hefur komið fram í fjölda raunveruleikaþátta, eins og Big Brother: Australia, Dancing with the Stars og Dancing on Ice.

Mynd/Getty

LÍKAMLEG HEILSA

Pamela sneiðir hjá dýraafurðum, drekkur ekki og leggur áherslu á líkamlega og andlega heilsu. Hún stundar hugleiðslu og Pilates. Hún hljóp einnig maraþon árið 2013.

RITHÖFUNDUR

Pamela Anderson skrifaði sína fyrstu bók, Star, árið 2004, sem var að hluta til byggð á hjónabandi hennar og Tommy Lee.

Mynd/Getty

MÓÐURHLUTVERKIÐ

Pamela eignaðist tvö börn með Tommy Lee. Brandon Thomas Lee (1996) og Dylan Jagger Lee (1997). Pamela og Tommy skildu árið 1998 og vildi Pamela gera allt sem hún gat til að vera til staðar fyrir börnin sín. Hún tók að sér mun færri hlutverk eftir að börnin fæddust og steig um tíma út úr sviðsljósinu. „Mikilvægasta vinnan mín var að sjá um börnin mín. Ég var aldrei með barnapíur og ég vildi bara vera eins mikið með þeim og ég gat,“ sagði hún í viðtali við Contributor.

Mynd/Getty

HEILSAN

Árið 2001 var Pamela greind með lifrarbólgu C. Hún segist hafa smitast eftir að hún og Tommy Lee notuðu sömu tattúnál. Í viðtali við Esquire sagði Pamela að Tommy hefði aldrei sagt henni að hann væri með lifrarbólgu. „Augljóslega er egóið hans mikilvægara en líf mitt,“ sagði hún. Árið 2015 sagðist Pamela vera læknuð af sjúkdómnum. „Þetta er mjög spennandi, það bætast 20 ár við líf mitt núna,“ sagði hún við People.

Mynd/Getty

EINKALÍFIÐ

Pamela og Kid Rock stungu fyrst saman nefjum árið 2001. Næstu ár á eftir hættu þau nokkrum sinnum saman og byrjuðu alltaf aftur saman. Þau giftust árið 2006 og skildu sama ár. Í viðtali við Elle viðurkenndi Pamela að rokkstjörnulífið væri ekki fyrir hana. Árið 2007 giftist Pamela vini sínum Rick Salomon í Las Vegas. Fjórum mánuðum seinna sóttist hún eftir ógildingu. Hún og Salomon giftust aftur árið 2014 og skildu síðan ári seinna. Leikkonan var í sambandi við frönsku fótboltastjörnuna Adil Rami frá maí 2017 til júní 2019 þegar hún deildi svakalegri Instagram-færslu og sakaði Adil um að beita sig líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Mynd/Getty

FJAÐRAFOK VEGNA BRJÓSTA

Það olli miklu fjaðrafoki þegar Pamela ákvað að fjarlægja brjóstapúða sína. Hún hafði ótal sinnum setið fyrir nakin eða ber að ofan og átti vaxtarlag hennar marga aðdáendur. Flest hlutverkin sem hún fékk á sínum tíma voru hlutverk vændiskvenna, nektardansmeyja eða þvíumlíkt, þar sem sérstök áhersla var lögð á vaxtarlag og barm hennar. Þannig það var stórmál þegar hún ákvað að fjarlægja brjóstapúðana. En hún var ekki sátt við útkomuna og fékk sér aftur brjóstapúða, minni en áður.

Mynd/Getty

AÐGERÐASINNI

Í mörg ár hefur Pamela barist fyrir réttindum og velferð dýra. Hún hefur einnig barist fyrir mannréttindum og umhverfisréttindum með góðgerðarsamtökum sínum, Pamela Anderson Foundation.

Mynd/Getty

BREYTT ÚTLIT

Brjóstastærð Pamelu er ekki það eina sem hefur breyst í gegnum árin. Útlit hennar vakti mikla athygli á Cannes-hátíðinni árið 2017 og var hún sögð vera „nær óþekkjanleg“ af US Weekly. Pamela sýndi mun „náttúrulegra“ útlit en áður þegar kom að förðun. Í viðtali við W Magazine árið 2016 sagðist Pamela njóta þess að eldast. „Ég hef svo margt til að hlakka til,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki