fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Það sem gerist bakvið lokaðar dyr swing-klúbbsins -„Swingerar eru á öllum aldri“

Fókus
Föstudaginn 25. september 2020 22:22

Jess og Lawrence

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lawrence og Jess eru par sem opnaði saman klúbb í Ástralíu fyrir sex árum síðan. Þessi klúbbur er ekki hefðbundinn skemmtistaður heldur öruggt rými fyrir ævintýragjörn pör sem aðhyllast svokallaðan Swing-lífsstíl. En að „swinga“ felst í nokkurs konar makaskiptum, þ.e. par fer á stúfana og hittir fyrir annað par og skiptast á mökum.

Lawrence og Jess segja að viðskiptavinir þeirra séu vel menntað, jakkafataklæddir einstaklingar -bæði pör og einhleypir. Þau svöruðu nokkrum algengum spurningum um lífsstílinn í samtali við The Daily Star.

1 Eru swingerar oftast eldri einstaklingar 

Jess: „Nei þetta er 100% misskilningur. Lawrence og ég vorum í yngri kantinum. Við opnuðum klúbbinn okkar á þrítugsaldri. Swingerar eru á öllum aldri, en meðalaldurinn er líklega um svona 35 ára.“

2 Eru swingerar að leita leiða til að bjarga óhamingjusömu sambandi/hjónabandi? 

Swing er leið fyrir pör og einhleypa til að hámarka kynferðislegan og andlegan reynslubankann,“ segir Jess. „Swing er eins og stækkunargler. Ef það eru sprungur í sambandinu, þá munu þær koma betur í ljós. En ef sambandið er gott þá mun þetta styðja við það enn fremur. Swing getur hjálpað pari að verða nánara þar sem í þessu felast mikil samskipti og til þess að swing geti gengið upp í parasambandi þá eru samskipti og samþykki lykilatriði.“

3 Eru reglur á swing-klúbbum. 

„Það eru reglur í öllum swing-klúbbum eða swing aðstæðum. Mikilvægasta reglan er samþykki. Við getum ekki lagt nægilega mikla áherslu á það en samþykki er undirstaðan. Nei þýðir nei,“ segir Jess. Hún segir líka að hjá henni og Lawrence séu aðrar minni reglur eins og að banna eða takmarka áfengisneyslu, að ræða mörk við nýja leikfélaga, vera vingjarnlegir og klæða sig í samkvæmisfatnað. Eins eru myndatökur og eiturlyf bönnuð á klúbbnum.

4 Eru allir swinger-ar með blæti fyrir leðri, latexi og BDSM ? 

Jess Svarar: „Nei ekki allir. Að vera swinger er lítill hluti af samfélaginu. Innan samfélagsins erum við með pör og einhleypa sem skilgreina sig sem fjölkær, opin, BDSM eða einfaldlega swingera.“ Jess segir að fólk stundi líka swing með ólíkum hætti. Sumir banni kynlíf, sum pör vilji bara fá þriðja aðilann með í þeirra kynlíf, bara konu, bara mann eða bæði.

„Klúbburinn okkar er með þemakvöld, allt frá BDSM-kvöldum yfir í Konukvöld og svo kvöld fyrir þá sem eru tvíkynhneigðir. Við erum líka með hópkynlífskvöld, grímuball og nýliðakvöld.“

5 Mega einhleypar konur og einhleypir karlar stunda swing-klúbb eða er þetta bara fyrir pör? 

Jess segir að einhleypar konur megi alveg stunda klúbbinn og það sé mjög vinsælt að fá þær þangað. Sagan sé önnur með mennina.

„Við leyfum einhleypa karlmenn, en þeir verða að fylla út umsókn áður en þeir eru samþykktir. Ástæðan fyrir því að við takmörkum einhleypa karlmenn og látum þá fara í gegnum umsóknarferli er út af því að sumir menn, og ég segi sumir, hafa ekki fylgt reglunum í gegnum tíðina og verið óþægilegir. Við viljum að staðurinn okkar sé öruggt rými og að stemmingin og andrúmsloftið sé jákvæð.“

6 Hafið þið séð eitthvað skrítið í swingers-klúbb? 

Jess svarar. „Eftir næstum sjö ár af rekstri þá er ekkert sem mér finnst undarlegt eða óvenjulegt. Hins vegar höfum við átt mikið af áhugaverðum stundum á klúbbnum sem eru efni í góðar sögur. Eins og hópkynlíf með 26 einstaklingum og 12 karlmenn að sofa hjá sömu konunni í einu.

7 Þurfa allir að fara í kynsjúkdómapróf á klúbbnum eða eru aðrar varúðarráðstafanir? 

„Við krefjumst þess ekki að viðskiptavinir framvísi kynheilbrigðisvottorði. Okkur finnst að fólk sem aðhyllist þennan lífsstíl sé upplýst og verndi sig sjálft og fari reglulega í próf. Við útvegum smokka, sleipiefni, vörn fyrir munnmök og annað.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Í gær

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar