fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Bikinímynd Adele harðlega gagnrýnd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 31. ágúst 2020 10:18

Söngkonan Adele

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Adele var sökuð um menningarnám (e. cultural appropriation) eftir að hún deildi mynd á Instagram þar sem hún klæddist bikinítopp merktum jamaíska fánanum. Hún var einnig með svokallaða bantu-snúða í hárinu og fjaðrir á öxlunum.

https://www.instagram.com/p/CEh6gF5AwXh/?utm_source=ig_embed

Adele birti myndina í tilefni Notting Hill Carnival hátíðarinnar, sem var færð yfir á netið í ár. Þetta er í fyrsta sinn í 54 ár sem hátíðin verður ekki haldin með hefðbundnu sniði. Hátíðin er haldin til að fagna menningu svartra og annars litaðs fólks frá Karabíahafinu.

Söngkonan sætir nú harðri gagnrýni vegna myndbirtingarinnar. The Sun greinir frá.

Einn aðdáandi hennar skrifaði: „Ég er hætt að fylgja þér. Þetta er ekki krúttlegt.“

Fjöldi fólks hefur komið Adele til varnar og bent á að svona klæðast venjulega konur á hátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías Páll selur Kópavogskastalann

Matthías Páll selur Kópavogskastalann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“