fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Þetta segja stjörnurnar um Kára Stef – „Þreyta fæðir streitu og óþolinmæði“

Fókus
Laugardaginn 18. júlí 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, talar gjarnan beint frá hjartanu, en hvað segja stjörnurnar um hann?

Kári er Hrútur og stendur vel undir nafni. Hrúturinn er afar klár, mikill leiðtogi, skipulagður og metnaðarfullur. Hann er flókinn karakter sem er ekki alltaf auðvelt að skilja því Hrútar eiga ekkert sérlega auðvelt með að tjá sig á mannamáli. Þeir eru gjarnir á að vera harðir við sjálfa sig því kröfur þeirra á allt og alla spegla líka þá sjálfa. Það er svo mikill kostur að hafa vit á því að staldra við og hlaða batteríin sín af og til. Stress og kvíði er að drepa 21. öldina og við verðum að taka á því máli. Við erum besta útgáfan af okkur sjálfum þegar við hugum að bæði andlegri og líkamlegri heilsu okkar.

 

Töframaðurinn Lykilorð: Birtingarmynd, útsjónarsemi, kraftur, innblástur í nýjum aðgerðum Hér birtast tveir hrafnar og eitt auga í spilinu. Þetta er kröftug galdraspil sem minnir þig á krafta alheims. Ef þú ert að leita að svörum þá er góður tími til þess að jarðtengja sig, hugleiða og spyrja upphátt út í vindinn og vittu til, svarið mun birtast þér í einu formi eða öðru, jafnvel í draumi.

Æðsti presturinn Lykilorð: Viska, trúarskoðanir, samræmi, hefðir Það er mikil andleg orka sem streymir inn í kortin þín. Jafnvel skilaboð um að treysta innsæinu og gefa sér tíma til þess að vera aðeins leitandi í sjálfum sér. Í amstri dagsins týnum við oft okkur sjálfum og því sem skiptir okkur máli. Ýmsar rútínur og hefðir, til dæmis eins og hugleiðsla eða morgunrútína í einrúmi, getur hjálpað til við að ná áttum þegar lífið er yfirþyrmandi. Ef þú finnur að þráðurinn er stuttur þá er tímabært að draga sig í hlé. Þannig heldur þú líka þínum nánustu góðum, því þung orka smitar auðveldlega frá sér og fælir fólk einnig frá.

Sverðriddari Lykilorð: Fæddur leiðtogi, framtíðarsýn, frumkvöðull, heiður, virðing Þú kemur sannarlega hlutum í verk, en ekki láta óþolinmæði eða pirring koma í veg fyrir það sem þú ætlar þér. Það er oft eins og hindranir séu lagðar í veg okkar til að kenna okkur eitthvað sem við sjáum ekki eða skiljum fyrr en síðar. Nú er góður tími fyrir þig sem leiðtoga til að ræða málin við aðra sem munu styðja þig m eð lausn í máli. Þú ert ekki einn.

 

Skilaboð til Kára frá spákonunni: Kæri Hrútur Kári. Gefðu þér tíma til að hlaða batteríin. Þreyta fæðir streitu og óþolinmæði. Þú ert umkringdur góðu fólki. Njóttu þess

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“