fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Sonur Krókódílafangarans bitinn í andlitið af snáki eins og faðir hans

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 13. júlí 2020 21:30

Irwin yngri er eins og snýttur út úr nefi föður síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hefur hinn 16 ára Robert Irwin, sonur Steve Irwin sem var betur þekktur undir nafninu Krókódílafangarinn, orðið æ líkari pabba sínum. En útlitið er ekki það eina sem gerir feðgana líka, því Robert fylgir fast í fótspor föður síns sem mikill dýravinur og er meðal annars stjarna í eigin heimildaþáttaröð um dýr. Steve Irwin hlaut sviplegan dauðdaga árið 2006 þegar hann var stunginn í hjartastað af eitraðri stingskötu við tökur á heimildamyndaþætti sínum The Crocodile Hunter.

https://www.instagram.com/p/CCM7iWuj49J/

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni

Þessi málsháttur á svo sannarlega við í þessu tilfelli. Síðasta laugardag átti sér stað atvik sem sýnir fyrir fullt og allt að Robert Irwin er svo miklu meira en bara lifandi eftirmynd föður síns. Á Instagramreikningi sínum deilir hann myndbandi sem tekið er við tökur á heimildaþáttaseríu hans Crikey! It‘s the Irwins. Robert sést þar handleika carpet python-kyrkislöngu af kunnáttu.

 

Ætlarðu að vera pirraður eða góður?

Hann spyr í myndbandinu: „Ætlarðu að vera pirraður eða góður?“ á meðan hann dregur snákinn úr öryggisbúrinu. Hann heldur áfram: „Allt í góðu, þú færð að fara aftur til baka. Svona karlinn. Góður strákur. Er hann ekki svalur? Ég elska carpet python snáka. Þessi er líka frekar stór. Hann er flottur. Ég verð að segja ykkur, þegar ég fann þennan…“ en svo hættir hann skyndilega að tala enda ræðst snákurinn á hann og bítur hann í andlitið.

https://www.instagram.com/p/CCdhgh6j7Rr/

Beint á eftir stiklunni kemur myndband af föður Roberts, Steve Irwin sem heldur þar á snáki í sínum eigin sjónvarpsþætti, The Crocodile Hunter. Snákurinn glefsar þar örsnöggt í andlit Steve sem bregst við með því að hvella „hvur déskotinn“ eða „son of a gun“ áður en hann heldur svo áfram að tala eins og ekkert hafi í skorist.

 

Strákurinn birtir svo myndir af sér og föður hans þar sem báðir eru brosandi með blóðug sár á andlitinu eftir snákabitið.

Alveg eins.

Frétt er þýdd af vefmiðlinum Bored Panda.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum