fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Tinna tók alla íbúðina í gegn – Ótrúlegar „fyrir og eftir“ myndir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. júní 2020 20:30

Tinna Freysdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Freysdóttir er gift þriggja barna móðir með BS gráðu í ferðamálafræði og vinnur sem þjónustustjóri hjá Heimkaup.is. Hún er einnig mjög virk á Instagram og má fylgjast með henni hér.

Tinna og eiginmaður hennar, Arnór, hafa flutt óvenju oft en Tinna segir þau hafa fundið framtíðarhúsnæði sitt, allavega í bili.

„Við fluttum níu sinnum á fimm árum og keyptum okkur þrisvar íbúð á þremur árum. En við erum loksins komin í íbúð sem er nógu stór fyrir okkur öll og við erum búin að gera hana ótrúlega fína,“ segir Tinna í færslu á Fagurkerar.is, sem hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila áfram með lesendum.

Tinna segir að íbúðin hafi uppfyllt allar sínar kröfur.

„Hún er á jarðhæð og með pall. Það er gluggi inni á baði sem er algjör plús, höfðum aldrei búið áður í íbúð með glugga inni á baði. Það varð að vera möguleiki að byggja „kisuparadís“ svo kettirnir kæmust inn og út. Og að lokum fjögur svefnherbergi sem var svona aðalatriðið. Því við nenntum ekki að flytja aftur næstu árin og vissum að okkur langaði að eignast barn númer þrjú. Ef ég væri að gera þessar kröfur í dag þá myndi ein krafan vera tvö baðherbergi. Ég meina, það er ekki hægt að fara í sturtu án þess að einhver þurfi að pissa eða kúka!“

Tinna og Arnór hafa gert ýmislegt í íbúðinni eftir að þau fengu hana afhenta.

„Við höfum sett nýjar flísar á gólfið í þvottahúsinu, gerðum baðherbergið fokhelt og græjuðum það frá a til ö, létum mála eldhúsið, gluggakisturnar, gluggakarmana, tvo skápa og útidyrahurðina, allt hvítt. Skiptum út flísunum í anddyrinu. Létum setja upp vegg og hurð í stofunni til að græja fjórða svefnherbergið. Máluðum allt þegar við fluttum inn og nýjasta verkefnið okkar var geymslan, en það voru engar hillur í geymslunni og hún var bókstaflega á hvolfi. Og alls konar meira „dúllerí,““ segir Tinna.

Sjáðu myndirnar hér að neðan.

Baðherbergið

Baðherbergið fyrir.
Baðherbergið í vinnslu.
Baðherbergið eftir.
Baðherbergið eftir.

Tinna og Arnór þurftu að gera baðherbergið aftur fokheld síðan færslan var upphaflega birt. Það má sjá allt um ferlið í highlighs á Instagram.

Eldhúsið

Eldhúsið fyrir.
Eldhúsið í vinnslu.
Eldhúsið eftir.
Eldhúsið eftir.
Eldhúsið eftir.

Forstofan og gangurinn

Forstofan fyrir.
Forstofan eftir.

Þvottahúsið

Þvottahúsið í vinnslu.
Þvottahúsið eftir.
Þvottahúsið vel nýtt.

Barnaherbergin

Herbergi dóttur Tinnu fyrir.
Herbergið eftir.
Herbergi Leu Þóru, yngri dóttur Tinnu.
Herbergi Óla Freys, sonar Tinnu

Hjónaherbergið

Hjónaherbergið fyrir.
Hjónaherbergið eftir.
Hjónaherbregið eftir.

Stofan

Stofan fyrir.
Stofan fyrir.
Stofan eftir.
Stofan eftir.
Stofan eftir.

Geymslan

Allt annað eftir að þau settu upp hillur.

Fylgstu með Tinnu á Fagurkerar.is eða Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“