fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Berglind framkvæmdi tilraun með leikskólakrökkunum – Sláandi myndir sem sýna mikilvægi handþvottar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 10. mars 2020 10:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikskólaliðinn Berglind Sigurðardóttir framkvæmdi tilraun með börnunum í leikskólanum Austurkór. Tilraunin gekk út á að skoða áhrif handþvottar.

Börnin notuðu brauðsneiðar til að kanna áhrifin. Brauðsneiðarnar voru ýmist snertar með hreinum eða óhreinum höndum, iPad og krakkatásum.

Hér má sjá niðurstöður tilraunarinnar. Mynd: Aðsend/Berglind

Það sést greinilega á myndunum hversu miklu máli það skiptir að þvo sér um hendur. Berglind deildi myndunum á Facebook og gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila áfram með lesendum.

Það eru líka sýklar á spjaldtölvum.

„Ef einhver efast um áhrif handþvottar þá vil ég sýna ykkur tilraun sem við krakkarnir á leikskólanum Austurkór gerðum. Og þvoið ykkur svo um hendurnar og hananú!“ Skrifaði hún með myndunum.

Það er ekki nóg að þrífa aðeins með vatni.

Berglind segir að niðurstöður tilraunarinnar hafi skilað sér til krakkana.

„Ég held að allir hafi séð hvað það er mikilvægt að þvo sér með sápu,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum