fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Jóhannes Haukur afhjúpar það skrýtnasta sem hann hefur gert fyrir pening: „Ég fæ bara ónotatilfinninguna“

Fókus
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 08:58

Jóhannes Haukur Jóhannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jóhannes Haukur er nýjasti gestur Egils Ploders í Burning Questions. Hann svarar mörgum skemmtilegum og erfiðum spurningum. Hann var meðal annars beðinn um að raða fjórum meðleikurum sínum úr Svartur á leik í röð frá versta leikara í besta leikara. Hann þarf að raða Maríu Birtu, Þorvaldi Davíð, Damon Younger og Agli Einarssyni.

„Þetta er bara ljótt Egill,“ segir Jóhannes Haukur.

Jóhannes Haukur hefur þetta einfalt og setur Egil í langefsta sætið, langt fyrir ofan hina, og svo lætur hann Þorvald, Maríu Birtu og Damon deila öðru til fjórða sætinu.

„Jújú þau kunna þetta en Egill er bestur. Ég meina þetta, hann er með þetta,“ segir hann.

Ónotatilfinning

Aðspurður hvað sé það skrýtnasta sem hann hefur gert fyrir pening segist Jóhannes alveg vita hvað það er.

„Ó guð ég veit nákvæmlega hvað það er. Ég fæ bara ónotatilfinninguna. Þetta var árið 2001 og fyrsti iPhone síminn kom ekki fyrr en 2006/2007. Þannig þessir snjallsímar voru ekki til en það voru til svona samlokusímar með svona skjá […] Nýjasta nýtt að það var hægt að skoða lítil myndbönd,“ segir Jóhannes Haukur og heldur áfram.

„Það var símafyrirtæki hérna sem var með fótboltaþjónustu, mörkin í símanum. Þannig þú gast fengið send [skilaboð með bara mörkunum sem var skorað í fótboltaleik]. Þetta var einhver markaðssetning sem átti að prófa,“ segir Jóhannes Haukur og útskýrir að hann hvorki horfi á fótbolta né hafi einhvern áhuga á íþróttinni.

„Þeir ákveða að tala við einhverja hressa úr leiklistarskólanum og tala við mig og tvo aðra um að fá þessa síma, veistu ég get ekki sagt þetta. Við áttum að fara inn á þessa staði þar sem var verið að sýna leikina. Pælingin var þessi, við vorum þar, ohh mig verkjar,“ segir Jóhannes Haukur og lýsir því hvernig þeir áttu sitja innan um fólkið sem var að horfa á fótboltaleik og þegar mark var sent í símann áttu þeir að vekja athygli á þjónustunni.

„Við gerum þetta. Mætum á Players og það voru auðvitað allir bara að horfa á leikinn. Svo kom eitthvað í símann og ég var auðvitað ekkert að fara að sýna neinum þetta. Hvaða rugl er þetta. Við staulumst í gegnum þetta en gildið fyrir fyrirtækið var ekkert. Þeir fengu ekkert út úr þessu en við fengum ókeypis síma.“

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

https://www.instagram.com/p/B7EWa3bArjg/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“