fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Einlægur Corden tók Maher í gegn vegna fitusmánunar: Sjáðu myndbandið

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 16. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttastjórnandinn frægi James Corden talaði kollega sinn Bill Maher til fyrir að hvetja til fitusmánunar.

Maher hafði hvatt til fitusmánunar í þætti sínum Real Time. Í þættinum sagði hann að fitusmánun þyrfti að snúa aftur, því þá væri fólk í yfirþyngd líklegra til að taka sig á.

Corden gagnrýndi Maher í einlægu innleggi í þætti sínum The Late Late Show, en hann ræddi meðal annars um eigin baráttu við að vera í yfirþyngd.

„Þú vinnur gegn málstaðnum. Það hefur verið sannað að fitusmánun leiðir einungis til þess að fólk skammist sín, og skömm leiðir til þunglyndis, kvíða og sjálfseyðingarhvata.“

Corden sagði að lausnin fælist frekar í því að gera hollan mat og heilbrigðisþjónustu aðgengilegri, ásamt því að gott væri að fræða fólk um þessi mál.

Þetta innlegg Corden má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Freyja flytur sig um set

Freyja flytur sig um set
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns