fbpx
Föstudagur 23.janúar 2026
Fókus

„Barnið mitt er ekki einhverft“

Fókus
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikaþáttastjörnurnar Jade Roper Tolbert og Tanner Tolbert eiga ekki sjö dagana sæla en hjónin kynntust í þættinum Bachelor in Paradise árið 2015.

Sonur þeirra hjóna er væntanlegur í heiminn á hverri stundu en fyrir eiga þau dótturina Emerson Avery, tveggja ára. Sögusagnir um að Emmy litla beri einkenni um dæmigerða einhverfu hefur flogið fjöllum hærra um töluverðan tíma en nýverið svöruðu hjónin nettröllum fullum hálsi.


Í viðtali við Entertainment Tonight greindi Tolbert frá því að hún bæri annað barn þeirra undir belti og væri því í miklu tilfinningalegu uppnámi sökum aukinnar hormónastarfsemi, því vildi hún svara þessum ásökunum fyrir fullt og allt. „Fólk er að blása upp hreina þvælu, eingöngu byggða á þeim forsendum að barnið sé ekki að tala á þeim myndskeiðum sem sjást af henni. Það hefur ekkert með einhverfu eða annars konar greiningu að gera. Öll börn eru dásamleg, nákvæmlega eins og þau eru. Að mínu mati er mikilvægt að gæta að orðunum sem notuð eru því þau særa og það að dæma saklaus börn sem eru sýnileg á opinberum vettvangi sýnir einstaka grimmd. Hvers vegna myndi einhver skilja eftir athugasemdir sem þessar á stöðum sem foreldrarnir geta lesið þær, þetta særir mig mjög sem móður.“

Undir þetta tekur eiginmaðurinn, Tolbert, „Það ætti enginn að skrifa neitt sem hann getur ekki sagt við manneskjuna í persónu. Það hefur alltaf verið mín regla í lífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslendingar rifja upp heimskulegustu hlutina sem þeir gerðu sem börn – „Man vel eftir hversu ofboðslega reið mamma mín varð“

Íslendingar rifja upp heimskulegustu hlutina sem þeir gerðu sem börn – „Man vel eftir hversu ofboðslega reið mamma mín varð“
Fókus
Í gær

Tónlistarstjarnan kallaði leikstjórann „tík með pínulitla fiðlu“

Tónlistarstjarnan kallaði leikstjórann „tík með pínulitla fiðlu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brooklyn og Nicola eiga eina myndbandið af „óviðeigandi dansi“ Victoriu

Brooklyn og Nicola eiga eina myndbandið af „óviðeigandi dansi“ Victoriu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa sprengju í máli leikarans sem er sakaður um barnaníð

Varpa sprengju í máli leikarans sem er sakaður um barnaníð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er skrýtnasti staður sem ævintýramaðurinn Kristján hefur heimsótt – „Það var ekkert fólk”

Þetta er skrýtnasti staður sem ævintýramaðurinn Kristján hefur heimsótt – „Það var ekkert fólk”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kántrístjarnan kominn með nýja kærustu – „Algjörlega fáránlegt og ósatt“

Er kántrístjarnan kominn með nýja kærustu – „Algjörlega fáránlegt og ósatt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Konu brugðið á veitingastað eftir að ókunnur maður rétti henni miða – „Eitthvað fyrir þig að hugsa um“

Konu brugðið á veitingastað eftir að ókunnur maður rétti henni miða – „Eitthvað fyrir þig að hugsa um“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Í dag lít ég á þetta sem velgengnisskatt“

„Í dag lít ég á þetta sem velgengnisskatt“