fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Kristinn Rúnar slær í gegn í Texas: Sjáðu húðflúrið sem er að gera allt vitlaust

Fókus
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Kristinn Rúnar Kristinsson hafi vakið talsverða athygli í Texas í Bandaríkjunum. Er það húðflúr sem Kristinn skartar á handleggnum sem slegið hefur í gegn en á því má sjá einn besta körfuboltamann síðustu tuttugu ára, Þjóðverjann Dirk Nowitzki.

Það var Tamara Jolee, fréttakona Dallas Mavericks, sem vakti athygli á þessu og birti hún mynd á Twitter af Kristni Rúnari sem skellti sér á leik með Dallas ekki alls fyrir löngu. Þar sést Kristinn halda á skilti þar sem sjá má flotta kveðju til Dirk Nowitski. Þar segist Kristinn vera stærsti aðdáandi Dirks. Hann hafi komið alla leið frá Íslandi (5.706 mílur) til að berja átrúnaðargoðið augum.

Rúmlega tólf hundruð manns hafa „lækað“ færslu Tamöru og hafa fjölmiðlar eins og Bleacher Report birt myndina. Þá hefur Kristinn Rúnar fengið kveðju frá Dallas Mavericks þar sem honum er þakkað fyrir að hafa mætt á völlinn. Kristinn er gallharður stuðningsmaður Dallas og þá heldur hann einnig upp á Breiðablik, Hauka og Manchester United.

Kristinn hefur talað á opinskáan hátt um geðhvörf sem hann hefur glímt við. Bók sem hann skrifaði um reynslu sína, Maníuraunir, vakti mikla athygli þegar hún kom út fyrir jólin.

Dirk Nowitski er einn allra vinsælasti körfuboltamaður síðustu tuttugu ára og líklega sá besti sem komið hefur frá Þýskalandi. Hann hefur fjórtán sinnum verið valinn í stjörnulið NBA-deildarinnar og einu sinni verið valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar. Hann er sjötti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og í öðru sæti yfir bestu vítanýtinguna. Eitt sinn hitti hann úr 82 vítaskotum í röð.

Þá er hann aðeins einn þriggja leikmanna sem hafa afrekað að hafa skorað yfir 30 þúsund stig, tekið yfir 10 þúsund fráköst, gefið yfir 3 þúsund stoðsendingar, stolið yfir þúsund boltum og varið yfir þúsund skot. Það er því kannski ekki skrýtið að Nowitzky sé í uppáhaldi hjá mörgun.

Hér má sjá færsluna sem Tamara Jolee birti:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig