fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Íslendingar eru hættir að stara: „Þetta hryggði mig lítilega“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk vinkona Lóu Hjálmtýsdóttur, skopmyndateiknara, heimsótti Lóu á Íslandi skömmu fyrir hrun. Í heimsókninni benti hún Lóu á undarlega hegðun heimamanna í miðbænum. Íslendingar áttu það til að stara á alla þá sem þeir mættu á förnum vegi, nokkuð sem vinkonan var óvön. Lóa gerði um þetta skemmtilega syrpu teikninga sem voru birtar á síðu The Guardian. Hún gerði sér líka grein fyrir lítið þekktum áhrifum efnahagshrunsins á Íslendinga.

Lóa hafði aldrei tekið eftir þessari hegðun heimamanna, að stara svona mikið, áður.„En þegar ég byrjaði að taka eftir þeim þá fannst mér það undarlegt.“ Vinkona Lóu benti á að Lóa gerði þetta sjálf. En hvers vegna gerðu Íslendingarnir þetta ? Lóa telur það líklega hafa að gera með smæð landsins. Íslendingar væru fáir og góðar líkur á að þekkja einhvern á förnum vegi.

„Ég komst að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir augngotunum var sú að maður þekkir vanalega mikið af fólkinu sem þú gengur framhjá niður í bæ. Við vorum bara að gefa hverju öðru gaum.“

En þetta var þá. Skömmu eftir heimsókn bandarísku vinkonunnar kom efnahagshrunið 2008. Það breytti öllu.

„Litli gjaldmiðillinn okkar féll og eyjan varð að vinsælum ferðamannastað. Miðborg Reykjavíkur fylltist af ferðamönnum. Fjöldi þeira jókst hratt og árið 2017 var fjöldinn orðinn tvær milljónir á ári. Hótel risu eins og gorkúlur, stórt fyrirtæki keyptu mikið magn íbúða og í önnur hver fasteign var skráð á airbnb. Margir íbúar fluttu úr miðborginni“

Eftir hrunið blómstraði ferðaþjónustan og í dag er yfirleitt mikið um manninn í miðborginni.

„Fyrir skömmu tók ég eftir því að fólk var hætt að stara. Líkurnar á því að þekkja einhvern úti á götu voru orðnar svo litlar. Þetta hryggði mig lítilega en samtímis varð ég minna meðvituð um útlitið. Fyrir utan það að það er dónalegt að stara.“

Nú eru mun minni líkur á að þekkja einhvern tilsýndar út á götu og líklega færri sem stari í kringum sig í leit af kunnuglegu andliti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“